Erlent

Fjór­tán ára stúlka myrt í Sví­þjóð og jafn­aldrar hennar í haldi

Árni Sæberg skrifar
Stúlkan fannst látin í Landskrona í Svíþjóð.
Stúlkan fannst látin í Landskrona í Svíþjóð. Kristian Buus/Getty

Tvö ungmenni hafa verið handtekin í Landskrona í Svíþjóð í tengslum við andlát fjórtán ára stúlku á dögunum.

Lík stúlkunnar fannst illa útileikið á lestarstöð á þriðjudag og lögreglan í Landskrona segir ljóst að hún hafi verið myrt. Hún hafi verið bundin með límbandi og með áverka um allan líkamann.

Móðir stúlkunnar hefur tjáð Aftonbladet að stúlkan hafi verið á leið í gistipartý síðast þegar til hennar spurðist á sunnudagskvöld.

Jafnaldra stúlkunnar var handtekin á þriðjudag grunuð um að hafa numið hana á brott og myrt hana. Talið er að hún hafi þekkt hina myrtu. Stúlkan er undir sakhæfisaldri og er því í umsjá félagsmálayfirvalda.

Aftonbladet greinir frá því að í gær hafi annað ungmenni, á aldrinum fimmtán til átján ára, verið handtekið grunað um aðild að morðinu. Ekki er tekið fram hvort um pilt eða stúlku er að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×