Innlent

Hættu­stig í Grinda­vík og veiklu­legur Biden

Nanna Guðrún Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Þrátt fyrir að almannavarnir hafi lýst yfir hættustigi er gist í þrjátíu til sextíu húsum í bænum og starfsemi í fullum gangi. Við verðum í beinni útsendingu frá Grindavík í hádegisfréttum.

Borgarfulltrúi hefur áhyggjur af því að Joe Biden, Bandaríkjaforseti hafi ekki þrek til að klára síðustu mánuðina í embætti, svo veiklulegur hafi hann verið í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna.

Flugferð Icelandair frá flugvellinum í Frankfurt am Main til Keflavíkur var aflýst í morgun vegna tafa sem urðu þegar loftslagsaðgerðasinnar mótmæltu á flugvellinum.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 25. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×