Sport

For­seti al­þjóða júdó­sam­bandsins reiður: Lé­legar mottur og skítug höll í París

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marius Vizer, forseti alþjóða júdósambandsins, er ekki par sáttur við aðstæðurnar í keppnishöllinni í París.
Marius Vizer, forseti alþjóða júdósambandsins, er ekki par sáttur við aðstæðurnar í keppnishöllinni í París. getty/Mohammed Dabbous

Það eru fleiri en Danir sem eru ósáttir við aðbúnað íþróttafólks á Ólympíuleikunum í París. Forseti alþjóða júdósambandsins hefur nefnilega látið mótshaldara heyra það fyrir slæmar aðstæður.

Keppni í júdó hefst á laugardaginn. Hún fer fram í Champ-de-Mars höllinni í París en átti að vera í Arena Bercy.

Marius Vizer, sem hefur verið forseti alþjóða júdósambandsins síðan 2007, er langt frá því að vera sáttur með aðstæður í Champ-de-Mars höllinni og segir þær óboðlegar.

Samkvæmt Vizer eru dýnurnar í höllinni ekki nógu góðar og standast ekki þær kröfur sem alþjóða júdósambandið setur.

Þá ku Champ-de-Mars höllin vera skítug og hana þurfi að þrífa áður en hægt verður að keppa í henni.

Mótshaldarar lofa samt að allt verði komið í eðlilegt horf áður en keppni hefst á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×