Sport

Dag­skráin í dag: Besta deildin í besta sætinu

Siggeir Ævarsson skrifar
Víkingur og Breiðablik eiga bæði leik í dag í Bestu deild kvenna
Víkingur og Breiðablik eiga bæði leik í dag í Bestu deild kvenna Vísir/Pawel

Fjórtánda umferð í Bestu deild kvenna klárast í dag með tveimur leikjum. Þeir eru að sjálfsögðu í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport, ásamt ýmsu öðrum góðgæti.

Stöð 2 Sport

Breiðablik tekur á móti Fylki í Bestu deild kvenna og hefst útsending klukkan 17:50. Meðan Fylkiskonur berjast fyrir lífi sínu í deildinni geta Blikar komist upp að hlið Vals í efsta sætinu með sigri

14. umferðin verður svo gerð upp í Bestu mörkunum klukkan 20:00. 

Stöð 2 Sport 4

Stöð 2 Sport 4 breytist í golfrás í dag. Klukkan 11:30 hefst  bein útsending frá The Senior Open, þar sem karlkynskylfingar, 50 ára og eldri, keppa um eftirsóttan titil.

Um kvöldið hefst svo útsending frá CPKC Women's Open á LPGA mótaröðinni og hefst hún klukkan 22:30.

Stöð 2 Sport 5

Víkingur og Þróttur mætast á Víkingsvelli í Bestu deild kvenna. Útsending hefst klukkan 17:50.

Vodafone Sport

Á Vodafone Sport rásinni byrjum við á Formúlu 1 og færum okkur svo yfir í hafnaboltann í lok dags.

Klukkan 11:25 er Æfing 1 í belgíska kappakstrinum á dagskrá og Æfing 2 er svo í beinni klukkan 14:55.

Við lokum deginum svo á viðureign Braves og Mets í MBL deildinni og hefst sú útsending klukkan 23:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×