Njarðvíkingar hægðu á Þrótturum Siggeir Ævarsson skrifar 25. júlí 2024 21:33 Þróttarar fengu smá kælingu í kvöld, þrátt fyrir að hiti hafi verið í leiknum ÞRÓTTUR REYKJAVÍK Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld og það má segja að það hafi ekki vantað hitann, þó svo að það sé bölvuð kuldatíð. Tvö rauð spjöld fóru á loft og tvö víti voru dæmd. Njarðvíkingar tóku á móti Þrótturum sem höfðu verið á mikilli siglingu fyrir leikinn og unnið þrjá leiki í röð. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Kaj Leo Í Bartalstovu kom heimamönnum yfir á 64. mínútu. Kára Kristjánsson jafnaði svo úr víti á 82. mínútu og í uppbótartíma fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur svo rautt spjald en menn virtust eiga eitt og annað óuppgert úti á velli eftir að flautað var til leiksloka. Á Seltjarnarnesi tóku heimamenn í Gróttu á móti Grindavík. Fyrir leikinn hafði Grótta tapað sjö leikjum í röð. Að sama skapi hefur Grindvíkingum aðeins fatast flugið eftir að hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Tvö töp í síðustu tveimur leikjum og það þriðja bættist við í kvöld. Grótta vann að lokum 3-1 sigur en vendipunktur leiksins kom á 82. mínútu þegar Matevz Turkus, leikmaður Grindavíkur, fékk rautt spjald og Grótta víti. Pétur Theódór Árnason brenndi af vítinu en fylgdi því eftir. Gabríel Hrannar Eyjólfsson innsiglaði sigurinn svo í uppbótartíma með marki frá miðlínu en Aron Dagur, markvörður Grindavíkur, var kominn fram í teiginn. Grindvíkingar hafa verið ansi duglegir við að safna rauðum spjöldum upp á síðkastið en þetta var fjórða rauða spjaldið sem liðið fær dæmt á sig í jafnmörgum leikjum. Í Breiðholti var boðið upp á alvöru nágrannaslag, þar sem ÍR hafði betur gegn Leikni, 1-0 og í Mosfellsbæ sóttu Keflvíkingar góð þrjú stig í greip Aftureldingar, lokatölur þar 1-3 gestunum í vil. Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira
Njarðvíkingar tóku á móti Þrótturum sem höfðu verið á mikilli siglingu fyrir leikinn og unnið þrjá leiki í röð. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Kaj Leo Í Bartalstovu kom heimamönnum yfir á 64. mínútu. Kára Kristjánsson jafnaði svo úr víti á 82. mínútu og í uppbótartíma fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur svo rautt spjald en menn virtust eiga eitt og annað óuppgert úti á velli eftir að flautað var til leiksloka. Á Seltjarnarnesi tóku heimamenn í Gróttu á móti Grindavík. Fyrir leikinn hafði Grótta tapað sjö leikjum í röð. Að sama skapi hefur Grindvíkingum aðeins fatast flugið eftir að hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Tvö töp í síðustu tveimur leikjum og það þriðja bættist við í kvöld. Grótta vann að lokum 3-1 sigur en vendipunktur leiksins kom á 82. mínútu þegar Matevz Turkus, leikmaður Grindavíkur, fékk rautt spjald og Grótta víti. Pétur Theódór Árnason brenndi af vítinu en fylgdi því eftir. Gabríel Hrannar Eyjólfsson innsiglaði sigurinn svo í uppbótartíma með marki frá miðlínu en Aron Dagur, markvörður Grindavíkur, var kominn fram í teiginn. Grindvíkingar hafa verið ansi duglegir við að safna rauðum spjöldum upp á síðkastið en þetta var fjórða rauða spjaldið sem liðið fær dæmt á sig í jafnmörgum leikjum. Í Breiðholti var boðið upp á alvöru nágrannaslag, þar sem ÍR hafði betur gegn Leikni, 1-0 og í Mosfellsbæ sóttu Keflvíkingar góð þrjú stig í greip Aftureldingar, lokatölur þar 1-3 gestunum í vil.
Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira