Fótbolti

„Þurfa að nálgast hann eins og Arsenal nálgaðist Haaland“

Dagur Lárusson skrifar
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Pawel

„Það var margt gott og þá sérstaklega eftir að við við hækkuðum tempóið í okkar leik,“ byrjaði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir sigur síns liðs á Paide í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Við hækkuðum tempóið um miðjan seinni hálfleikinn þar sem við náðum að stíga vel upp með mönnunum sem komu inn á og gerðu frábærlega og ýtti liðinu okkar upp aftur,“ hélt Jökull áfram að segja.

„Mér fannst leikurinn bara fínn en auðvitað er það svekkjandi að fara ekki með tveggja marka forskot í seinni leikinn þegar mér fannst við vinna fyrir því.“

Jökull talaði aðeins um mótherjana.

„Þeir komu mér ekki mikið á óvart. Ég átti samt von á því að þeir yrðu aðeins sterkari og þeir urðu þreyttari í lokin en ég átti von á. En svona fyrir utan það þá komu þeir mér ekki á óvart, við vorum búnir að skoða þá mjög vel.“

Jökull var síðan spurður út í Emil Atlason sem hefur farið á kostum fyrir Stjörnuna í Sambandsdeildinni.

„Hann er bara frábær. Í byrjun móts þá var einhver umræða um það að hann væri ekki í standi sem einfaldlega ekki rétt. Hann var einn heitasti leikmaður í deildinni í fyrra og liðin heima fyrir þurftu að hafa mikið fyrir honum. Arnar Gunnlaugs talaði um það að Víkingur hefðu þurft að nálgast hann eins og Arsenal nálgaðist Erling Haaland, þannig það segir sitt,“ endaði Jökull á að segja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×