Innlent

Tveir fluttir á bráða­mót­töku eftir á­rekstur á Miklu­braut

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Vísir

Tveir voru fluttir á bráðamóttöku eftir árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í Reykjavík.

Birkir Árnason, varðstjóri í aðgerðarstjórn hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir að um frekan harðan árekstur hafi verið að ræða þar sem tveir eða þrír bílar lentu saman.

Líkt og áður segir voru tveir fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar, en a sögn Birkis voru báðir með meðvitund.

Dælubíll frá slökkviliðinu er á svæðinu. Unnið er að því að hreinsa upp olíuleka áður en dráttarbíll kemur á vettvang.

Útkallið barst um tuttugu mínútur yfir klukkan tíu í kvöld. Þegar þessi frétt er skrifuð eru bílar enn á vettvangi sem mun að öllum líkindum valda töfum á umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×