Innlent

Ráð­herra hyggst skoða nafna­breytingu Mohamad Th. Jóhannes­sonar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson.

Þá hefur hún einnig óskað eftir gögnum um framkvæmd ákvæðisins almennt.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

„Þetta er auðvitað sérstakt mál. Ég verð að viðurkenna það. Og ber að með sérstökum hætti,“ segir Guðrún en Mohamad var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og önnur brot.

Ráðherra segist munu meta það þegar hún hefur fengið gögnin hvort ástæða sé til að gera breytingar á lögunum eða skerpa á framkvæmdinni.

Það sé á hreinu að ákvæðinu sé ekki ætlað fyrir brotamenn að „fela sig“ í samfélaginu.

„Ákvæðið eins og það er í þessu frumvarpi, það er ekki ætlað eða hugsað fyrir glæpamenn eða þá sem hafa framið afbrot til að breyta nafni sínu. Þetta var sett inn með einstaklinga í huga sem bera sama nafn og afbrotamenn og líða fyrir það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×