Andrea vann fimmtán hlaup á aðeins hundrað dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2024 08:30 Andrea Kolbeinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í tíu þúsund metra hlaupi í Ármannshlaupinu. Mynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Það hefur verið ekki hægt að treysta á íslenska verðið í sumar en það hefur verið nánast hægt að ganga að því vísu að íslenska hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir sé að vinna hlaup einhvers staðar. Andrea hefur tekið þátt í alls konar hlaupum út um allt land í sumar og sum þeirra hafa líka verið erlendis. Dugnaðurinn og sigurgangan er engu öðru lík. Hvort sem það eru hlaup á braut, götuhlaup eða hlaup upp um fjöll og firnindi þá virðist Andrea alltaf vera á heimavelli. Ótrúlegir 98 dagar Það var því vel við hæfi að taka saman öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir hafa bæði verið mjög sigursæl í sumar.FRÍ Andrea vann alls fimmtán hlaup af öllum stærðum og gerðum frá 4. apríl til 13. júlí og varð að auki í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í utanvegahlaupum í Frakklandi í júníbyrjun. Þessi fimmtán hlaup skiptast þannig: Átta utanvegahlaup, fjögur brautarhlaup og þrjú götuhlaup. Besta dæmi um magnaða sigurgöngu Andreu er þegar hún varð Íslandsmeistari í fimm hlaupagreinum á aðeins sex dögum um síðustu mánaðamót. Fimm Íslandsmeistaratitlar á sex dögum Andrea varð Íslandsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaup á föstudegi, Íslandsmeistari í 1500 metra hlaupi á laugardegi, Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi á sunnudegi, Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi á þriðjudegi og loks Íslandsmeistari í hálfu maraþoni á fimmtudegi. Efstu þrír íslensku þátttakendur í maraþoninu í fyrra. Sigurjón Ernir Sturluson, Grétar Örn Guðmundsson og Jörundur Frímann Jónasson. Blómakransinn ber Andrea Kolbeinsdóttir sem vann í kvennaflokki.vísir / hulda margrét Oftar er ekki er Andrea að bursta þessi hlaup og að bæta met, bæði persónuleg met sem og mótsmet. Byrjaði allt í Króatíu Allt byrjaði þetta á Istria skaganum í Króatíu þegar hún vann 42 kílómetra utanvegahlaupið Istria by UTMB. Næsti sigur kom í Íslandsmeistaramótinu í 5 kílómetra götuhlaupi í lok apríl en það var fyrsti af sex Íslandsmeistaratitlum Andreu í sumar. Af þessum fimmtán hlaupum þá hefur Andrea unnið þrettán þeirra á Íslandi en tvö erlendis. Af þessum hlaupum hafa fjögur verið hlaup upp á 5 kílómetra eða minna en ellefu voru lengri hlaup. Laugavegurinn lengstur Lengsta hlaupið var Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi sem var 58 kílómetrar en lengsta hlaupið sem Andrea vann var Laugavegurinn sem var 53 kílómetra utanvegahlaup. Andrea Kolbeinsdóttir var ansi þreytt í endamarkinu eftir sigurinn í Laugavegshlaupinu sem var fimmtánda hlaupið sem hún vann á 98 dögum.Laugavegurinn Andrea átti einnig magnað ár í fyrra en hún endaði þá í fjórða sætinu í kosningunni um Íþróttamann ársins. Hér fyrir neðan má listann yfir öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Andrea hefur tekið þátt í alls konar hlaupum út um allt land í sumar og sum þeirra hafa líka verið erlendis. Dugnaðurinn og sigurgangan er engu öðru lík. Hvort sem það eru hlaup á braut, götuhlaup eða hlaup upp um fjöll og firnindi þá virðist Andrea alltaf vera á heimavelli. Ótrúlegir 98 dagar Það var því vel við hæfi að taka saman öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir hafa bæði verið mjög sigursæl í sumar.FRÍ Andrea vann alls fimmtán hlaup af öllum stærðum og gerðum frá 4. apríl til 13. júlí og varð að auki í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í utanvegahlaupum í Frakklandi í júníbyrjun. Þessi fimmtán hlaup skiptast þannig: Átta utanvegahlaup, fjögur brautarhlaup og þrjú götuhlaup. Besta dæmi um magnaða sigurgöngu Andreu er þegar hún varð Íslandsmeistari í fimm hlaupagreinum á aðeins sex dögum um síðustu mánaðamót. Fimm Íslandsmeistaratitlar á sex dögum Andrea varð Íslandsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaup á föstudegi, Íslandsmeistari í 1500 metra hlaupi á laugardegi, Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi á sunnudegi, Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi á þriðjudegi og loks Íslandsmeistari í hálfu maraþoni á fimmtudegi. Efstu þrír íslensku þátttakendur í maraþoninu í fyrra. Sigurjón Ernir Sturluson, Grétar Örn Guðmundsson og Jörundur Frímann Jónasson. Blómakransinn ber Andrea Kolbeinsdóttir sem vann í kvennaflokki.vísir / hulda margrét Oftar er ekki er Andrea að bursta þessi hlaup og að bæta met, bæði persónuleg met sem og mótsmet. Byrjaði allt í Króatíu Allt byrjaði þetta á Istria skaganum í Króatíu þegar hún vann 42 kílómetra utanvegahlaupið Istria by UTMB. Næsti sigur kom í Íslandsmeistaramótinu í 5 kílómetra götuhlaupi í lok apríl en það var fyrsti af sex Íslandsmeistaratitlum Andreu í sumar. Af þessum fimmtán hlaupum þá hefur Andrea unnið þrettán þeirra á Íslandi en tvö erlendis. Af þessum hlaupum hafa fjögur verið hlaup upp á 5 kílómetra eða minna en ellefu voru lengri hlaup. Laugavegurinn lengstur Lengsta hlaupið var Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi sem var 58 kílómetrar en lengsta hlaupið sem Andrea vann var Laugavegurinn sem var 53 kílómetra utanvegahlaup. Andrea Kolbeinsdóttir var ansi þreytt í endamarkinu eftir sigurinn í Laugavegshlaupinu sem var fimmtánda hlaupið sem hún vann á 98 dögum.Laugavegurinn Andrea átti einnig magnað ár í fyrra en hún endaði þá í fjórða sætinu í kosningunni um Íþróttamann ársins. Hér fyrir neðan má listann yfir öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup
Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira