Innlent

Ók gegn rauðu ljósi og olli hörðum á­rekstri

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mynd frá vettvangi í gær.
Mynd frá vettvangi í gær. Vísir

Harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í gærkvöldi þegar ökumaður ók gegn rauðu ljósi.

Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Hann segir að tveir bílar hafi lent saman, og þeir séu talsvert skemmdir. Í gær var greint frá því að dælubíll hefði verið á svæðinu að hreinsa upp olíuleka.

Í bílnum sem var ekinn gegn rauða ljósinu var aðeins ökumaður, en í hinum var ökumaður og einn farþegi.

Ökumaður bílsins sem var ekinn gegn rauða ljósinu virðist ómeiddur að sögn Unnars, en hinir tveir fengu minniháttar áverka.

Í gær var greint frá því að tveir hefðu verið fluttir á bráðamóttökuna til aðhlynningar, en Unnar Már segir að í bókun lögreglunnar standi bara að þeir hafi fengið aðhlynningu á vettvangi. Áverkar hafi verið minniháttar.

„Þeir fengu eftir þvi sem stendur í bókun hjá okkur bara aðhlynningu á vettvangi. Ef þeir voru fluttir eru þeir örugglega útskrifaðir, þetta voru allt minniháttar áverkar,“ segir Unnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×