Breskur Ólympíumeistari drýgir tekjurnar á OnlyFans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 12:31 Jack Laugher er vinsæll á OnlyFans. instagram-síða jack laugher Jack Laugher, sem varð fyrsti Ólympíumeistari Breta í dýfingum, setur inn efni á OnlyFans til að afla fjár. Hann segir ekki mjög arðbært að vera afreksmaður í dýfingum. Þrátt fyrir að hafa unnið til þriggja verðlauna á Ólympíuleikum og vera einn fremsti dýfingamaður heims er Laugher ekkert sérstaklega fjáður, allavega ekki miðað við margt annað íþróttafólk. Hann hefur því hugsað út fyrir boxið til að afla sér aukinna tekna. Og það hefur hann gert með því að selja aðgang að myndum og myndböndum af sér fáklæddum á OnlyFans. „Það er ekki mikill peningur í dýfingum svo ég geri hvað sem er fyrir auka pening. Ég hef svolítið sem fólk vill og ég sel það glaður. Þetta er mjög, mjög góð leið fyrir mig til að græða smá auka pening,“ sagði Laugher sem er kominn til Parísar þar sem hann keppir á Ólympíuleikunum. Laugher segist þéna 28 þúsund pund á ári, eða um fimm milljónir íslenskra króna. Hann segir að það sé ágætt og hann hafi það gott á þeim launum en þau séu ekki há miðað við það sem íþróttafólk í öðrum greinum þénar. Til að mynda fær keppandi sem fellur út í 1. umferð á Wimbledon-mótinu í tennis sextíu þúsund pund, eða um 10,7 milljónir króna. Pabbinn átti hugmyndina Að sögn Laughers stakk faðir hans upp á því að hann myndi rukka fólk fyrir efni með sér. „Pabbi sagði: Þú setur efni á Instagram en þegar efnið er frítt, eins og Instagram, ert þú efnið,“ sagði Laugher sem tók pabba sinn á orðinu og skráði sig á OnlyFans fyrir þremur árum, skömmu eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Laugher og Chris Mears unnu gull á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir átta árum.getty/Adam Pretty Síðan þá hefur Laugher birt 570 ljósbláar myndir af sér og 54 myndbönd. Og það hefur skilað honum þúsundum punda. Mánaðaráskrift af OnlyFans kostar tæplega fjórtán hundruð krónur og þá geta áskrifendur gefið eins konar þjórfé fyrir einstaka færslur. Laugher fékk til að mynda tæplega 61 þúsund krónur í þjórfé fyrir myndband af sér í sturtu á nærfötunum í apríl. Engin nekt Laugher er ekki beint spéhræddur enda myndi það flækja málin fyrir OnlyFans-fyrirsætu. En hann passar sig á að fara ekki yfir strikið og vera siðsamlegur. „Ég skil hvernig er litið á þetta og ef fólk horfir neikvæðum augum á þetta. En ég veit hvað ég er að gera og líður vel með það,“ sagði Laugher. Laugher á æfingu í París.getty/Clive Rose „Það kemur skýrt fram að á síðunni minni að það er engin nekt. Ég færi fólki eitthvað mjög svipað því sem ég gerði áður en ég rukka bara smá áskriftargjald fyrir það. Mér finnst gaman að sýna mig og það er það sem ég er að gera. Svona get ég bara grætt smá pening og komið mér í betri stöðu fyrir framtíðina.“ Laugher er ekki eini breski dýfingakappinn sem situr fyrir á OnlyFans því Noah Williams skráði sig inn á síðuna í fyrra. Hann er mjög virkur og hefur birt 134 myndir og 129 myndbönd á rúmu ári á OnlyFans. Ólympíuleikar 2024 í París OnlyFans Dýfingar Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa unnið til þriggja verðlauna á Ólympíuleikum og vera einn fremsti dýfingamaður heims er Laugher ekkert sérstaklega fjáður, allavega ekki miðað við margt annað íþróttafólk. Hann hefur því hugsað út fyrir boxið til að afla sér aukinna tekna. Og það hefur hann gert með því að selja aðgang að myndum og myndböndum af sér fáklæddum á OnlyFans. „Það er ekki mikill peningur í dýfingum svo ég geri hvað sem er fyrir auka pening. Ég hef svolítið sem fólk vill og ég sel það glaður. Þetta er mjög, mjög góð leið fyrir mig til að græða smá auka pening,“ sagði Laugher sem er kominn til Parísar þar sem hann keppir á Ólympíuleikunum. Laugher segist þéna 28 þúsund pund á ári, eða um fimm milljónir íslenskra króna. Hann segir að það sé ágætt og hann hafi það gott á þeim launum en þau séu ekki há miðað við það sem íþróttafólk í öðrum greinum þénar. Til að mynda fær keppandi sem fellur út í 1. umferð á Wimbledon-mótinu í tennis sextíu þúsund pund, eða um 10,7 milljónir króna. Pabbinn átti hugmyndina Að sögn Laughers stakk faðir hans upp á því að hann myndi rukka fólk fyrir efni með sér. „Pabbi sagði: Þú setur efni á Instagram en þegar efnið er frítt, eins og Instagram, ert þú efnið,“ sagði Laugher sem tók pabba sinn á orðinu og skráði sig á OnlyFans fyrir þremur árum, skömmu eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Laugher og Chris Mears unnu gull á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir átta árum.getty/Adam Pretty Síðan þá hefur Laugher birt 570 ljósbláar myndir af sér og 54 myndbönd. Og það hefur skilað honum þúsundum punda. Mánaðaráskrift af OnlyFans kostar tæplega fjórtán hundruð krónur og þá geta áskrifendur gefið eins konar þjórfé fyrir einstaka færslur. Laugher fékk til að mynda tæplega 61 þúsund krónur í þjórfé fyrir myndband af sér í sturtu á nærfötunum í apríl. Engin nekt Laugher er ekki beint spéhræddur enda myndi það flækja málin fyrir OnlyFans-fyrirsætu. En hann passar sig á að fara ekki yfir strikið og vera siðsamlegur. „Ég skil hvernig er litið á þetta og ef fólk horfir neikvæðum augum á þetta. En ég veit hvað ég er að gera og líður vel með það,“ sagði Laugher. Laugher á æfingu í París.getty/Clive Rose „Það kemur skýrt fram að á síðunni minni að það er engin nekt. Ég færi fólki eitthvað mjög svipað því sem ég gerði áður en ég rukka bara smá áskriftargjald fyrir það. Mér finnst gaman að sýna mig og það er það sem ég er að gera. Svona get ég bara grætt smá pening og komið mér í betri stöðu fyrir framtíðina.“ Laugher er ekki eini breski dýfingakappinn sem situr fyrir á OnlyFans því Noah Williams skráði sig inn á síðuna í fyrra. Hann er mjög virkur og hefur birt 134 myndir og 129 myndbönd á rúmu ári á OnlyFans.
Ólympíuleikar 2024 í París OnlyFans Dýfingar Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Sjá meira