Neytendur

Tælenskt hveiti úr um­ferð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Umrætt hveiti.
Umrætt hveiti.

Tvær tegundir af United flout hveiti frá Taílandi hefur verið innkallað að beiðni Matvælastofnunar. Ólöglegt bleikiefni er að finna í hveitinu.

Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Fyrirtækin Fiska.is ogDai Phat flytja inn hveitið en innköllunin er vegna þess að það inniheldur ólöglegt aukefni benzólý peroxíð. 

Fyrirtækin hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness og Heilbrigðiseftirlit Reykjavikur innkallað vöruna.

Tilkynningarnar bárust til Matvælastofnunar í gegnum RASFF evrópska hraðviðvörunarkerfið.

Innköllunin á við allar dagsetningar og framleiðslulotur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×