Fótbolti

Topp­liðið Fjölnis bjargaði stigi gegn botn­liðinu

Siggeir Ævarsson skrifar
Leikmenn Fjölnis stilla sér upp fyrir leik gegn Grindavík fyrr í sumar
Leikmenn Fjölnis stilla sér upp fyrir leik gegn Grindavík fyrr í sumar Facebook Fjölnir Knattspyrna Baldvin Berndsen

Topplið Fjölnis í Lengjudeild karla missteig stig í kvöld gegn botnliði Dalvíkur/Reynis en gestirnir voru hársbreidd frá því að fara með öll stigin úr Grafarvogi.

Leikurinn var markalaus allt fram á 88. mínútu þegar gestirnir fóru illa með vörn Fjölnis og Borja López kom Dalvík/Reyni yfir. Gestirnir voru á þessum tímapunkti orðnir manni færri eftir að Hassan Jalloh fékk að líta rauða spjaldið á 82. mínútu.

Dramatíkinni lauk þó ekki við markið frá López því tveimur mínútum seinna, á 90. mínútu þegar Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson jafnaði leikinn með skallmarki.

Þar við sat og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Norðanmenn eflaust helsáttir með stigið en liðið hefur aðeins unnið einn leik í sumar og situr í neðsta sæti með níu stig, þremur stigum á eftir Leikni og fjórum á eftir Gróttu.

Fjölnismenn gráta eflaust frammistöðu sína en sigur í kvöld hefði komið liðinu í afar þægilega stöðu á toppi deildarinnar. Þeir eru þó enn í algjörum sérflokki í deildinni, sex stigum á undan Njarðvík en liðið hefur aðeins tapað einum leik í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×