Sport

Biðla til fólks að standa saman eftir að leik­maður varð fyrir for­dómum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
ReyCup fer fram um helgina. 
ReyCup fer fram um helgina.  Vísir/Vilhelm

Leikmaður á fótboltamótinu ReyCup sem nú stendur yfir í Laugardalnum varð fyrir fordómum í gær. Ekki hefur tekist að hafa upp á þeim sem komu að málinu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu ReyCup. Þá biðlar stjórn mótsins til allra á mótasvæði, liðstjóra og þjálfara að standa saman gegn fordómum og tilkynna öll atvik til mótsstjórnar.

Verði keppandi, þjálfari eða aðstandandi uppvís að slíku sé refsingin tafarlaus brottvísun úr mótinu. Einnig gæti liði viðkomandi verið vísað úr keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×