Fótbolti

Eyja­menn upp í annað sætið

Siggeir Ævarsson skrifar
Eyjamenn fagna fyrr í sumar
Eyjamenn fagna fyrr í sumar ÍBV Knattspyrna Facebook

Vestmannaeyingar gerðu góða ferð norður á Akureyri í dag þegar liðið lagði Þór 0-3 á VÍS-vellinum.

Sverrir Páll Hjaltested kom gestunum yfir á 29. mínútu og rak svo endahnútinn á leikinn í uppbótartíma með öðru marki sínu. Í millitíðinni skoraði Oliver Heiðarsson en þeir félagar eru samanlagt komnir með 13 mörk í sumar og eru langmarkahæstir Eyjamanna.

Sigurinn þýðir að ÍBV er komið í 2. sæti í Lengjudeildinni, með jafn mörg stig og Njarðvíkingar en betri markatölu. Fjölnismenn sitja einir á toppnum með 31 stig, sex stigum meira en ÍBV og Njarðvík.

Þórsarar aftur á móti sitja í 7. sæti með 17 stig, jafnmörg og Grindavík og Afturelding.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×