Sport

Hnefa­leika­­­þjálfari Samóa bráð­kvaddur í Ólympíu­þorpinu

Siggeir Ævarsson skrifar
Lionel Fatupaito með heiminn á herðum sér
Lionel Fatupaito með heiminn á herðum sér Facebook Lionel Fatupaito

Lionel Fatupaito, hnefaleikaþjálfari Samóa, fékk hjartastopp í Ólympíuþorpinu á föstudagsmorgun og var úrskurðaður látinn skömmu síðar.

Fatupaito, sem var 60 ára, kvartaði undan verkjum rétt fyrir opnunarathöfn leikanna og var í kjölfarið fylgt upp á herbergi sitt í þorpinu. Á leiðinni þangað fékk hann hjartastopp og þrátt fyrir skjót viðbrögð viðbragðsaðila báru endurlífgunartilraunir þeirra ekki árangur.

Ato Plodzicki-Faoagali keppir fyrir hönd Samóa í hnefaleikum á Ólympíuleikunum og hann minntist þjálfara síns með hlýhug á Facebook í gær.

Þá hefur Alþjóða hnefaleikasambandið einnig gefið út yfirlýsingu og vottað aðstandendum Fatupaito samúð sína.

„Við hjá Alþjóða hnefaleikasambandinu (IBA) vottum fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki Lionel Elika Fatupaito, landsliðsþjálfara Samóa í hnefaleikum, innilegar samúðarkveðjur, en hann féll frá á hryggilegan hátt í París 2024. Ástríða Lionels og hollusta hans fyrir íþróttinni hefur markað óafmáanlegt spor á hnefaleikasamfélagið. Arfleifð hans mun halda áfram að veita komandi kynslóðum innblástur. Hugur okkar og bænir eru hjá keppendum Samóa og öllum þeim sem urðu fyrir áhrifum af þessu djúpstæða áfalli.“

Yfirvöld í París hafa þegar staðfest að andlát Fatupaito hafi verið af náttúrulegum orsökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×