Veður

Gul við­vörun vegna mikillar rigningar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Miðhálendinu vegna mikillar rigningar. 

Viðvaranirnar taka gildi á morgun klukkan tvö en búist er við talsverðri eða mikilli rigningu. Þá má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum. Vöð yfir ár geti orðið ófær. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát. 

Gulu viðvaranirnar gilda fram á mánudagsmorgun. 

Viðvaranaspár klukkan tvö á morgun.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×