Innlent

Kýldi leigu­bíl­stjórann og borgaði ekki

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mikið var um ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Aðrir tóku leigubíl en gáfu bílstjóranum einn á kjammann í stað þess að borga.
Mikið var um ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Aðrir tóku leigubíl en gáfu bílstjóranum einn á kjammann í stað þess að borga. Vísir/Vilhelm

Tveir menn sem tóku leigubifreið upp í Breiðholt í nótt greiddu ekki fyrir farið. Annar þeirra hljóp úr bifreiðinni, og kýldi leigubílstjórann þegar hann hljóp á eftir honum. Málið er í rannsókn.

Þetta var meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Þá var mikið um ölvaða og vímaða ökumenn, einnig eitthvða um heimilisofbeldismál og líkamsárásir.

Lagði bílnum sofandi á Miklubraut

Meðal þeirra sem voru gripnir við ölvunarakstur var maður sem fannst í kyrrstæðri bifreið án hættuljósa á Miklubraut. Maðurinn var steinsofandi og lögregla þurfti að hrista bílinn til að vekja hann. 

Maðurinn reyndist verulega ölvaður og var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Stunginn í háls með blýanti

Þá var starfsmaður úrræðis fyrir börn með margþættar þarfir var stunginn í hálsinn af skjólstæðing með blýanti. Betur fór en á horfðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×