Innlent

Mót­mæla brott­vísun Venesúelamanna við Hall­gríms­kirkju

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Frá mótmælum flóttafólks frá Venesúela við svipað tilefni við Hallgrímskirkju þann 4. október síðastliðinn.
Frá mótmælum flóttafólks frá Venesúela við svipað tilefni við Hallgrímskirkju þann 4. október síðastliðinn. Vísir/Vilhelm

Samtökin No borders Iceland hafa efnt til mótmæla fyrir framan Hallgrímskirkju klukkan 13 í dag, til að vekja athygli á pólitíska ástandinu í Venesúela og mótmæla áframhaldandi brottvísun fólks þangað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá No borders Iceland.

„Á sunnudaginn verður sögð bæn fyrir landið vegna þess að í síðustu kosningum myrti Maduro ríkisstjórnin margt fólk sem mótmælti ríkisstjórninni,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir að vikulega sé verið að brottvísa 30-40 manns frá Venesúela úr landi í hverri viku, þrátt fyrir lífshættulegar aðstæður þar.

„Ef Maduro ríkisstjórnin gerir það sama og hún gerði í síðustu kosningum er verið að senda fólk út í opinn dauðann,“ segja No borders samtökin.

Önnur mótmæli verða haldin á sama tíma á mánudaginn.


Tengdar fréttir

„Lík­­lega mjög miklir fólks­flutningar“ til Venesúela fram­undan

Útlendingastofnun er heimilt að synja fólki frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi samkvæmt nýjum úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Með þessu hefur nefndin snúið við fyrri niðurstöðu um að ríkisborgurum frá Venesúela skuli veitt sérstök viðbótarvernd.

Þrettán starfs­­menn fylgdu um 180 Venesúela­búum heim

Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×