Sport

Varð allt vit­laust eftir sigur Palestínu­mannsins Belal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fyrstur í sögunni.
Fyrstur í sögunni. Richard Sellers/Getty Images

UFC 304 fór fram í nótt, þar var að venju keppt í blönduðum bardagalistum. Fór allt í hund og kött eftir að Palestínumaðurinn Belal Muhammad hafði betur gegn Leon Edwards frá Englandi í aðalbardaga kvöldsins.

Hinn 36 ára gamli Muhammad varð þar með fyrsti Palestínumaðurinn sem vinnur til verðlauna í UFC en kepptu hann og Edwards um beltið í veltivigt. Þetta var í annað sinns sem þeir mætast en bardagi þeirra árið 2021 var dæmdur ógildur þar sem Edwards potaði óvart í augað á Muhammad sem gerði hann óleikfæran.

Að þessu sinni var leikið til þrautar en þar sem hvorugur gaf sig þá þurftu dómarar kvöldsins að skera úr um sigurvegara. Að þeirra mati bar Muhammad af í bardaganum og hann því sigurvegari kvöldsins. 

Fagnað með stæl.Rey Del Rio/Getty Images

Að bardaga þeirra loknum sauð hins vegar allt upp úr en óvíst er af hverju. Hér að neðan má sjá myndband af látunum.

Í léttvigt vann Englendingurinn Paddy Pimblett, góðan sigur á King Green frá Bandaraíkjunum. Paddy hefur undanfarin misseri vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og gengur The Baddy á samfélagsmiðlum.

Paddy tekur UFC hins vegar mjög alvarlega og sást það best á frammistöðu hans í nótt en hún var valin frammistaða kvöldsins. Hann náði Green í þríhyrnings-hálstak svokallað og gafst Green í kjölfarið upp.

Hafandi skilað frammistöðu kvöldsins þá fékk Paddy bónus upp á 27,7 milljónir íslenskra króna. Hann sagði að peningurinn færi beint í vasa barnanna sinna tveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×