Sport

Rekinn heim af Ólympíu­leikunum fyrir karl­rembu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mollie O'Callaghan, Shayna Jack, Emma McKeon og Meg Harris unnu gullið í 4x100 metra boðsundi á Ólympíuleikunum í París.
Mollie O'Callaghan, Shayna Jack, Emma McKeon og Meg Harris unnu gullið í 4x100 metra boðsundi á Ólympíuleikunum í París. getty/Sarah Stier

EuroSport hefur rekið margreyndan íþróttafréttamann heim af Ólympíuleikunum í París vegna karlrembulegra ummæla sem hann lét falla í beinni útsendingu.

Bob Ballard lýsti því sem fyrir augu bar í 4x100 metra boðsundi kvenna. Þegar áströlsku keppendurnir voru á leið upp á verðlaunapall lét Ballard eftirfarandi ummæli falla: „Þær eru að gera sig klárar. Þið vitið hvernig konur eru, hanga og mála sig.“

Ummælin fóru sem eldur um sinu um samfélagsmiðla og í kjölfarið greindi EuroSport frá því að Ballard hefði verið leystur undan störfum.

Ballard er þrautreyndur og hefur lýst viðburðum í sjónvarpi síðan á 9. áratug síðustu aldar. Hann er best þekktur fyrir lýsingar sínar frá sundi og dýfingum. Ballard hefur ekki tjáð sig um brottreksturinn.

Mollie O’Callaghan, Emma McKeon, Meg Harris og Shayna Jack skipuðu sveit Ástralíu sem vann gullið í 4x100 metra boðsundinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×