Bandaríkjamenn unnu leikinn í gær nokkuð örugglega, 110-84. Meðferðin sem Embiid fékk hjá frönskum áhorfendum vakti töluverða athygli.
Þeir púuðu á hann allt frá því upphitun hófst og þar til leiknum lauk. Frakkar eru því greinilega ekki enn búnir að jafna sig á því að Embiid hafi valið að spila fyrir Bandaríkin frekar en Frakkland á Ólympíuleikunum.
Embiid fékk franskan ríkisborgararétt fyrir tveimur árum þrátt fyrir að hann hafi aldrei búið í landinu. Hann er fæddur og uppalinn í Kamerún en valdi á endanum að spila fyrir bandaríska landsliðið. Embiid sagði að það væri vegna þess að sonur hans væri fæddur í Bandaríkjunum.
Embiid hafði hægt um sig í leiknum í gær. Hann skoraði fjögur stig, tók tvö fráköst og varði eitt skot.