Eftirsóttur Sainz fer til Williams eftir tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2024 17:00 Sainz yfirgefur Ferrari að keppnistímabilinu loknu. Jakub Porzycki/Getty Images Koma Lewis Hamilton til Ferrari þýðir að ekki var ljóst hvar Carlos Sainz myndi sinna atvinnu sinni á komandi á tímabili. Það hefur loks fengist svar við því en hann mun keyra fyrir annars slakt lið Williams á komandi tímabili í Formúlu 1. Hinn 39 ára gamli Sir Lewis Carl Davidson Hamilton ákvað að söðla um og færa sig yfir til ítalska risans Ferrari eftir 17 ára farsælan feril hjá Mercedes. Á hann að hjálpa hinum unga Charles Leclerc að verða enn betri. Þýddi það að krafta hins 29 ára gamla Carlos Sainz Vázquezde Castro frá Spáni var ekki lengur óskað. Hann var því um tíma atvinnulaus en hefur nú fundið nýjan vinnuveitanda. Sá er ekki alveg jafn frægur og núverandi vinnuveitandi kappans en færa má rök fyrir því að Ferrari sé frægasta lið Formúlu 1 þó svo að það hafi ekki riðið feitum hesti undanfarið. Williams er eitt slakasta lið F1 undanfarinn áratug eða svo og hefur aðeins skrapað saman fjórum stigum á yfirstandandi tímabili. Ökumenn liðsins í dag eru þeir Alex Albon og Logan Sargeant. Sá síðarnefndi mun hins vegar ekki keyra fyrir liðið á næstu leiktíð þar sem Sainz hefur skrifað undir langtíma samning, ekki kemur þó fram hversu langan. BREAKING: Carlos Sainz to join Williams Racing from 2025#F1 pic.twitter.com/3O3ROhrEES— Formula 1 (@F1) July 29, 2024 Á vef Formúlu 1 kemur að ásamt Williams hafi Sauber/Audi og Alpine viljað fá Sainz í sínar raðir en á endanum hafi Williams hreppt hnossið. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeim spænska takist að rífa liðið upp af botni Formúlu 1. Akstursíþróttir Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Sir Lewis Carl Davidson Hamilton ákvað að söðla um og færa sig yfir til ítalska risans Ferrari eftir 17 ára farsælan feril hjá Mercedes. Á hann að hjálpa hinum unga Charles Leclerc að verða enn betri. Þýddi það að krafta hins 29 ára gamla Carlos Sainz Vázquezde Castro frá Spáni var ekki lengur óskað. Hann var því um tíma atvinnulaus en hefur nú fundið nýjan vinnuveitanda. Sá er ekki alveg jafn frægur og núverandi vinnuveitandi kappans en færa má rök fyrir því að Ferrari sé frægasta lið Formúlu 1 þó svo að það hafi ekki riðið feitum hesti undanfarið. Williams er eitt slakasta lið F1 undanfarinn áratug eða svo og hefur aðeins skrapað saman fjórum stigum á yfirstandandi tímabili. Ökumenn liðsins í dag eru þeir Alex Albon og Logan Sargeant. Sá síðarnefndi mun hins vegar ekki keyra fyrir liðið á næstu leiktíð þar sem Sainz hefur skrifað undir langtíma samning, ekki kemur þó fram hversu langan. BREAKING: Carlos Sainz to join Williams Racing from 2025#F1 pic.twitter.com/3O3ROhrEES— Formula 1 (@F1) July 29, 2024 Á vef Formúlu 1 kemur að ásamt Williams hafi Sauber/Audi og Alpine viljað fá Sainz í sínar raðir en á endanum hafi Williams hreppt hnossið. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeim spænska takist að rífa liðið upp af botni Formúlu 1.
Akstursíþróttir Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti