„Ég varð fyrir vonbrigðum með Gylfa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 10:41 Stúkumenn vildu sjá meira frá Gylfa Þór Sigurðssyni þegar Valsmenn fengu skell um síðustu helgi. Vísir/Diego Valsmenn fengu skell á móti Fram í Bestu deildinni á sunnudagskvöldið og Valsliðið var til umræðu í Stúkunni í gærkvöldi. Stúkumenn ræddu þá staðreynd að Valsmenn hafi verið mikið með boltann á móti Fram en lítið náð að skapa sér af færum. „Þeir lágu á þeim, ég get alveg tekið undir það en að þeir hafi fengið mikið af opnum færum, alls ekki,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Mér fannst þeir aldrei skapa mikið af færum,“ sagði Albert og fór yfir nokkrar sóknir Valsliðsins í leiknum. Hann nefndi sérstaklega þegar Ólafur Íshólm Ólafsson varði frábærlega frá Gylfa Þór Sigurðssyni á 55. mínútu. „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að ef Valsliðið myndi skora snemma í seinni hálfleik þá kæmi eitthvað panikk í Framliðið og að þetta myndi snúast við,“ sagði Albert. Staðan á Valsliðinu Valsliðið er í miðri Evrópubaráttu og gerðu jafntefli í fyrri leiknum á móti St. Mirren. Kjartan Atli Kjartansson spurði Lárus Orra Sigurðsson, sérfræðing Stúkunnar, um hans skoðun á Valsliðinu á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Þetta tap kom svolítið á óvart því maður hélt kannski að þeir væru aðeins að, ég segi ekki að hrökkva í gang. Ég varð fyrir vonbrigðum með Gylfa í gær,“ sagði Lárus Orri. „Það var kannski vel gert hjá Fram að halda honum út úr leiknum. Ég sá hann mjög lítið í fyrri hálfleik,“ sagði Lárus. Ég var að sýna þér af hverju „Ég var að sýna þér af hverju hann sást ekki í þessum leik. Það var af því að Bjarni gat ekki komið boltanum í þessi svæði og þeir fundu hann ekki,“ skaut Albert inn í. Bjarni Mark Antonsson fékk á sig mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í mikilvægri stöðu á miðju Vals. „Gylfi er lykillinn að þessu hjá þeim. Hann er í rauninni besti leikmaðurinn í deildinni. Ef þú ert að tala um möguleika þeirra úti á móti St. Mirren þá eru þeir alveg hverfandi,“ sagði Lárus. Það má horfa á allt spjall þeirra um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkumenn ræða stöðuna á Valslðinu Besta deild karla Stúkan Valur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Stúkumenn ræddu þá staðreynd að Valsmenn hafi verið mikið með boltann á móti Fram en lítið náð að skapa sér af færum. „Þeir lágu á þeim, ég get alveg tekið undir það en að þeir hafi fengið mikið af opnum færum, alls ekki,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Mér fannst þeir aldrei skapa mikið af færum,“ sagði Albert og fór yfir nokkrar sóknir Valsliðsins í leiknum. Hann nefndi sérstaklega þegar Ólafur Íshólm Ólafsson varði frábærlega frá Gylfa Þór Sigurðssyni á 55. mínútu. „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að ef Valsliðið myndi skora snemma í seinni hálfleik þá kæmi eitthvað panikk í Framliðið og að þetta myndi snúast við,“ sagði Albert. Staðan á Valsliðinu Valsliðið er í miðri Evrópubaráttu og gerðu jafntefli í fyrri leiknum á móti St. Mirren. Kjartan Atli Kjartansson spurði Lárus Orra Sigurðsson, sérfræðing Stúkunnar, um hans skoðun á Valsliðinu á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Þetta tap kom svolítið á óvart því maður hélt kannski að þeir væru aðeins að, ég segi ekki að hrökkva í gang. Ég varð fyrir vonbrigðum með Gylfa í gær,“ sagði Lárus Orri. „Það var kannski vel gert hjá Fram að halda honum út úr leiknum. Ég sá hann mjög lítið í fyrri hálfleik,“ sagði Lárus. Ég var að sýna þér af hverju „Ég var að sýna þér af hverju hann sást ekki í þessum leik. Það var af því að Bjarni gat ekki komið boltanum í þessi svæði og þeir fundu hann ekki,“ skaut Albert inn í. Bjarni Mark Antonsson fékk á sig mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í mikilvægri stöðu á miðju Vals. „Gylfi er lykillinn að þessu hjá þeim. Hann er í rauninni besti leikmaðurinn í deildinni. Ef þú ert að tala um möguleika þeirra úti á móti St. Mirren þá eru þeir alveg hverfandi,“ sagði Lárus. Það má horfa á allt spjall þeirra um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkumenn ræða stöðuna á Valslðinu
Besta deild karla Stúkan Valur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira