Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 08:00 Lögregla girti af vettvang árásarinnar í Southport með tjöldum og borðum. Þá var flug dróna og þyrlna takmarkað á meðan aðgerðir voru í gangi. Vísir/EPA Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. Árásin átti sér stað á dansnámskeiði með Taylor Swift þema fyrir börn í gær. Ungi maðurinn er sagður hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar segjast sjónarvottar hafa séð nokkur ung börn blóðug úti á götu. Kona hafi heyrst öskra: „dóttir mín var stungin!“ Verkstæðiseigandi í nágrenni félagsmiðstöðvarinnar þar sem árásin var framin segist hafa séð örvæntingarfullar mæður mæta á vettvang og að mörg börn hafi leitað skjóls í nærliggjandi íbúðarhúsum. Foreldri stúlku sem var á skemmtuninni segir að dóttir sín sé í áfalli eftir að henni tókst að hlaupa undan árásarmanninum. Árásarmaðurinn er sagður frá Cardiff í Wales upphaflega en að hann hafi verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Hann er í haldi lögreglu sem segir að árásin sé ekki rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk og að einskis annars sé leitað vegna hennar. Auk barnanna tveggja sem létust særðust níu önnur börn og tveir fullorðnir. Þeir fullorðnu eru sagðir hafa særst þegar þeir reyndu að verja börnin, að sögn lögreglunnar á Merseyside. Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, kom til Southport í morgun, en búist er við því að Keir Starmer, forsætisráðherra, heimsæki borgina einnig á næstunni. Bretland Erlend sakamál Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Grunaður árásarmaður sautján ára gamall Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina 29. júlí 2024 16:46 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Árásin átti sér stað á dansnámskeiði með Taylor Swift þema fyrir börn í gær. Ungi maðurinn er sagður hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar segjast sjónarvottar hafa séð nokkur ung börn blóðug úti á götu. Kona hafi heyrst öskra: „dóttir mín var stungin!“ Verkstæðiseigandi í nágrenni félagsmiðstöðvarinnar þar sem árásin var framin segist hafa séð örvæntingarfullar mæður mæta á vettvang og að mörg börn hafi leitað skjóls í nærliggjandi íbúðarhúsum. Foreldri stúlku sem var á skemmtuninni segir að dóttir sín sé í áfalli eftir að henni tókst að hlaupa undan árásarmanninum. Árásarmaðurinn er sagður frá Cardiff í Wales upphaflega en að hann hafi verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Hann er í haldi lögreglu sem segir að árásin sé ekki rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk og að einskis annars sé leitað vegna hennar. Auk barnanna tveggja sem létust særðust níu önnur börn og tveir fullorðnir. Þeir fullorðnu eru sagðir hafa særst þegar þeir reyndu að verja börnin, að sögn lögreglunnar á Merseyside. Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, kom til Southport í morgun, en búist er við því að Keir Starmer, forsætisráðherra, heimsæki borgina einnig á næstunni.
Bretland Erlend sakamál Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Grunaður árásarmaður sautján ára gamall Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina 29. júlí 2024 16:46 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38
Grunaður árásarmaður sautján ára gamall Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina 29. júlí 2024 16:46
Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45