Upp­gjörið: Drita - Breiða­blik 1-0 | Evrópusumarið á enda runnið

Valur Páll Eiríksson skrifar
Blikar takast á við Drita í dag.
Blikar takast á við Drita í dag. Vísir/Ernir

Breiðablik er fallið úr keppni í Sambandsdeild Evrópu þetta sumarið. Liðið þurfti að þola 1-0 tap fyrir liði Drita í Kósóvó.

Ljóst var fyrir leik að Blikar þyrftu sigur sökum þess að þeir töpuðu 2-1 í fyrri leiknum í Kópavogi á fimmtudaginn var. Leikurinn var tíðindalítill og gerðu vallaraðstæður mönnum erfitt fyrir. Grasið í Kósóvó þurrt og ójafnt sem hafði sín áhrif.

Blikar voru máttlitlir fram á við og var lið Drita hættulegri aðilinn í markalausum fyrri hálfleik.

Það var að sjá aðeins meiri kraft í Blikum í upphafi síðari hálfleiks en færin létu áfram á sér standa. Um síðari hálfleikinn miðjan braut hægri kantmaðurinn Kastriot Selmani ísinn þegar hann lék vel inn á völlinn og svoleiðis smurði boltann í vinkilinn fjær.

Blikar reyndu hvað þeir gátu að finna sér leið inn í leikinn en fátt gekk fram á við. Drita vann leikinn 1-0, einvígið samanlagt 3-1 og fer því áfram.

Evrópusumar Blika hins vegar á enda runnið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira