Innlent

Kobbi Láki kom stýrisvana skútu til bjargar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
IMG_2698

Landhelgisgæslunni barst boð frá skútu með tólf manns um borð sem var stödd um fimm kílómetrum norður af Straumnesi á Hornströndum. Gír hafði brotnað og björgunarbáturinn Kobbi Láka frá Bolungarvík tók skútuna í tog.

Kobbi Láka kom að skútunni eftir um klukkustundar siglingu frá Bolungarvík rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Taug var þá komið á milli skipinu og skútan verður dregin til Ísafjarðar.

Áhöfn Kobba Láka áætlar að þau verði komin í höfn um hálfþrjúleytið í dag.

Klippa: Björgunarbátur aðstoðaði skútu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×