Vonar að ráðherra verði ekki við ósk Sigríðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2024 17:53 Helgi segist lítinn stuðning hafa fengið hjá vinnustað sínum meðan hann og fjölskylda hans sátu undir hótunum. Vísir/Arnar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari telur ekki að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sé til þess bær að veita honum áminningu í starfi. Það vald liggi hjá dómsmálaráðherra. Hann segist vona að dómsmálaráðherra taki ekki til greina ósk Sigríðar um að taka mál hans til skoðunar, og vísa honum tímabundið frá störfum. Helgi tjáði sig fyrir nokkru um mál Mohamads Thors Jóhannessonar (áður Mohamad Kourani), en Helgi og fjölskylda hans máttu sæta hótunum frá Mohamad um árabil. Tilefni viðtals Vísis við Helga var átta ára fangelsisdómur yfir Mohamad. Þar sagði Helgi meðal annars að þó Mohamad væri ýkt dæmi, væri verið að flytja til landsins menningu sem þekkist almennt ekki hér á landi, en Mohamad kom hingað til lands frá Sýrlandi. „Tilefnið af þessu öllu saman voru fyrirspurnir fjölmiðla um hvaða áhrif það hefði á líðan mína og minnar fjölskyldu að þessi maður væri ekki lengur á götum borgarinnar,“ segir Helgi. Hann segir mikið gert úr ummælunum, en bendir á að þau snúi að máli sem snerti hans persónu, hans fjölskyldu og öryggi hans. „Maður er náttúrulega mannlegur og maður tekur ýmislegt á sig og ber sig vel. En ég hef áttað mig á því í framhaldi af öllu þessu hvaða álag það hefur verið að vera í þrjú ár sífellt með hugann við það hvort börnin manns séu örugg heima hjá sér. Hvort einhvert klikk sem kemur í símann, þegar myndavélarnar sem ég setti upp á húsið nema einhverja hreyfingu, hvort sú hreyfing sé þessi maður kominn til að vinna einhver illvirki,“ segir Helgi. Að vera alltaf á varðbergi eins og hann lýsir taki toll. „Maður á náttúrulega ekkert dýrmætara en börnin sín og gerir allt til að vernda þau. Það verður allt heiðarlegt og gott fólk að skilja það að ef maður er í þessari aðstöðu sem ég er, þá kann að vera að álagið sjáist stundum á manni, án þess að maður geri sér grein fyrir því eða vilji láta það hafa áhrif. En maður er ekki bara fagmaður og lögfræðingur, maður er líka ábyrgur fyrir börnunum og fjölskyldunni og á sitt persónulega líf utan við starfið.“ Lítill skilningur Helgi segist ekki hafa fengið mikinn skilning eða stuðning hjá yfirmanni sínum. „Hvorki í að það væri skilningur á þessu ástandi, né þá að það væri kannski einhver hluti af því sem hefur verið til umfjöllunar upp á síðkastið afleiðing af þessu ástandi sem er búið að vara í þennan tíma,“ segir Helgi. Mögulega hafi hann átt að láta ógert að tjá sig með þeim hætti sem hann gerði. „Ég reyndar held að þetta hafi allt verið mjög hófstillt og ekki tilefni til þessara viðbragða ríkissaksóknara yfir höfuð. En maður hefði nú svosem alveg getað orðað hlutina aðeins öðruvísi, það er eins og alltaf, maður er bara mannlegur. En ég vil taka fram að ég tel ekki að ég hafi farið yfir nein strik.“ Vanhæfur vegna hótana, ekki eigin orða Helgi bendir á að það gerist reglulega að dómarar eða saksóknarar verði vanhæfir í ákveðnum málum, án þess að það sé tilefni til að þeir missi starf sitt. „Þessi nefndi maður, Kourani, ég er auðvitað vanhæfur í öllum hans málum og hef verið frá því hann byrjaði að hóta mér. Það liggur fyrir og hefur ekkert með mig að gera. Það er bara vegna þess að ég hef verið andlag hans brota.“ Í umfjöllun um málið hafa einhverjir viðrað þá skoðun að embættismenn í stöðu saksóknara eða sambærilegum stöðum eigi ekki að flagga skoðunum sínum opinberlega. „Það má kannski til sanns vegar færa, en þetta sem við erum að ræða sneri nú ekki bara að starfi mínu. Heldur að mér persónulega, mínu persónulega lífi, barnanna minna og öryggi fjölskyldunnar. Það er mikil einföldun að líta svo á að það sé bara hluti af starfsskyldum mínum,“ segir Helgi. Heilmikil viðbrögð annars staðar frá Helgi er ósáttur við hverni að málum var staðið af hálfu ríkissaksóknara. Hann er í sumarleyfi en var tilkynnt með tölvupósti í gær að máli hans hafi verið vísað til dómsmálaráðherra. „Ég hafði ekki fengið símtal né heyrt nokkurn skapaðan hlut áður en þetta gerðist. Ég fékk líka annan tölvupóst sem var tímasettur um fjórum mínútum síðar, þar sem samstarfsfólki mínu var tilkynnt um þetta sama. Ég las þessa pósta um klukkutíma eftir að þeir voru sendir, þannig að samstarfsfólk mitt var búið að sjá þessi skilaboð áður en ég sá þau, allavega þeir sem voru staddir við tölvu,“ segir Helgi. Sjá einnig: Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Hann segir ákvörðunina hafa komið sér verulega á óvart. „Í rauninni finnst mér nú ekki mikill sómi að þessari framgöngu, ég verð að segja það eins og er.“ Hann segist ekkert hafa heyrt frá Sigríði síðan, né öðrum hjá embætti ríkissaksóknara. „Engin viðbrögð þaðan. Ég hef fengið heilmikil viðbrögð annars staðar frá.“ Svipað „upphlaup“ árið 2022 Helgi var áminntur af Sigríði árið 2022 fyrir ummæli sín í um frétt Stöðvar 2 þar sem lögmaður hælisleitenda sagði stjórnvöld hafa sakað skjólstæðing sinn um að ljúga til um kynhneigð sína. Helgi Magnús deildi fréttinni með eftirfarandi texta: „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ Hann áréttaði svo að honum þætti vænt um samkynhneigð og hefði aldrei haft nokkuð á móti þeim. Þó mætti ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segðust samkynhneigðir, segðu satt til um það. Helgi kveðst hafa verið ósáttur við þá áminningu en afráðið að fara ekki í málaferli til að fá áminninguna ógilda. „Það var af svipuðum meiði og þetta upphlaup núna. Samstarf okkar að mínu viti hefur verið ágætt, þess vegna kom þetta mér á óvart, þetta útspil.“ Segir ráðherrans að veita áminninguna Raunar telur Helgi að rangt hafi verið staðið að áðurnefndri áminningu. „Dómsmálaráðherra veitir þetta starf, en ekki [Sigríður]. Það er kannski vert að hafa það í huga þegar rætt er um þessa áminningu. Ég hefði þá haldið að það væri dómsmálaráðherra sem ætti að veita þessa áminningu, því það er hún sem veitir starfið.“ Ósk Sigríðar til ráðherra snúi að því hvort víkja eigi honum frá störfum tímabundið, á meðan nefnd sérfræðinga taki mál hans til skoðunar, og fjalli um hvort víkja eigi honum frá endanlega. „Það sem Sigríður setur fram er bara ósk til ráðherra. Ég treysti því að ráðherrann sjái hvernig er í pottinn búið. Ég hef ekki reynt hana af öðru en að vera vel gerð og skynsöm manneskja. Að hún fari ekki að fara út í þessa vegferð sem Sigríður er að reyna að fá hana til að fara.“ Þætti lítið mál að mæta aftur til vinnu Helgi segir að sér myndi ekki þykja neitt tiltökumál að mæta aftur til vinnu, fari svo að dómsmálaráðherra fallist ekki á ósk Sigríðar um að mál Helga verði tekið til skoðunar. „Ég er stærri maður en svo að ég geti ekki tæklað það. Ég veit ekki hvernig Sigríði liði með það, en ég sæi það satt best að segja ekki sem neitt vandamál. En það er alltaf óþægilegt að fá svona í andlitið, það verður að segjast eins og er. Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Helgi tjáði sig fyrir nokkru um mál Mohamads Thors Jóhannessonar (áður Mohamad Kourani), en Helgi og fjölskylda hans máttu sæta hótunum frá Mohamad um árabil. Tilefni viðtals Vísis við Helga var átta ára fangelsisdómur yfir Mohamad. Þar sagði Helgi meðal annars að þó Mohamad væri ýkt dæmi, væri verið að flytja til landsins menningu sem þekkist almennt ekki hér á landi, en Mohamad kom hingað til lands frá Sýrlandi. „Tilefnið af þessu öllu saman voru fyrirspurnir fjölmiðla um hvaða áhrif það hefði á líðan mína og minnar fjölskyldu að þessi maður væri ekki lengur á götum borgarinnar,“ segir Helgi. Hann segir mikið gert úr ummælunum, en bendir á að þau snúi að máli sem snerti hans persónu, hans fjölskyldu og öryggi hans. „Maður er náttúrulega mannlegur og maður tekur ýmislegt á sig og ber sig vel. En ég hef áttað mig á því í framhaldi af öllu þessu hvaða álag það hefur verið að vera í þrjú ár sífellt með hugann við það hvort börnin manns séu örugg heima hjá sér. Hvort einhvert klikk sem kemur í símann, þegar myndavélarnar sem ég setti upp á húsið nema einhverja hreyfingu, hvort sú hreyfing sé þessi maður kominn til að vinna einhver illvirki,“ segir Helgi. Að vera alltaf á varðbergi eins og hann lýsir taki toll. „Maður á náttúrulega ekkert dýrmætara en börnin sín og gerir allt til að vernda þau. Það verður allt heiðarlegt og gott fólk að skilja það að ef maður er í þessari aðstöðu sem ég er, þá kann að vera að álagið sjáist stundum á manni, án þess að maður geri sér grein fyrir því eða vilji láta það hafa áhrif. En maður er ekki bara fagmaður og lögfræðingur, maður er líka ábyrgur fyrir börnunum og fjölskyldunni og á sitt persónulega líf utan við starfið.“ Lítill skilningur Helgi segist ekki hafa fengið mikinn skilning eða stuðning hjá yfirmanni sínum. „Hvorki í að það væri skilningur á þessu ástandi, né þá að það væri kannski einhver hluti af því sem hefur verið til umfjöllunar upp á síðkastið afleiðing af þessu ástandi sem er búið að vara í þennan tíma,“ segir Helgi. Mögulega hafi hann átt að láta ógert að tjá sig með þeim hætti sem hann gerði. „Ég reyndar held að þetta hafi allt verið mjög hófstillt og ekki tilefni til þessara viðbragða ríkissaksóknara yfir höfuð. En maður hefði nú svosem alveg getað orðað hlutina aðeins öðruvísi, það er eins og alltaf, maður er bara mannlegur. En ég vil taka fram að ég tel ekki að ég hafi farið yfir nein strik.“ Vanhæfur vegna hótana, ekki eigin orða Helgi bendir á að það gerist reglulega að dómarar eða saksóknarar verði vanhæfir í ákveðnum málum, án þess að það sé tilefni til að þeir missi starf sitt. „Þessi nefndi maður, Kourani, ég er auðvitað vanhæfur í öllum hans málum og hef verið frá því hann byrjaði að hóta mér. Það liggur fyrir og hefur ekkert með mig að gera. Það er bara vegna þess að ég hef verið andlag hans brota.“ Í umfjöllun um málið hafa einhverjir viðrað þá skoðun að embættismenn í stöðu saksóknara eða sambærilegum stöðum eigi ekki að flagga skoðunum sínum opinberlega. „Það má kannski til sanns vegar færa, en þetta sem við erum að ræða sneri nú ekki bara að starfi mínu. Heldur að mér persónulega, mínu persónulega lífi, barnanna minna og öryggi fjölskyldunnar. Það er mikil einföldun að líta svo á að það sé bara hluti af starfsskyldum mínum,“ segir Helgi. Heilmikil viðbrögð annars staðar frá Helgi er ósáttur við hverni að málum var staðið af hálfu ríkissaksóknara. Hann er í sumarleyfi en var tilkynnt með tölvupósti í gær að máli hans hafi verið vísað til dómsmálaráðherra. „Ég hafði ekki fengið símtal né heyrt nokkurn skapaðan hlut áður en þetta gerðist. Ég fékk líka annan tölvupóst sem var tímasettur um fjórum mínútum síðar, þar sem samstarfsfólki mínu var tilkynnt um þetta sama. Ég las þessa pósta um klukkutíma eftir að þeir voru sendir, þannig að samstarfsfólk mitt var búið að sjá þessi skilaboð áður en ég sá þau, allavega þeir sem voru staddir við tölvu,“ segir Helgi. Sjá einnig: Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Hann segir ákvörðunina hafa komið sér verulega á óvart. „Í rauninni finnst mér nú ekki mikill sómi að þessari framgöngu, ég verð að segja það eins og er.“ Hann segist ekkert hafa heyrt frá Sigríði síðan, né öðrum hjá embætti ríkissaksóknara. „Engin viðbrögð þaðan. Ég hef fengið heilmikil viðbrögð annars staðar frá.“ Svipað „upphlaup“ árið 2022 Helgi var áminntur af Sigríði árið 2022 fyrir ummæli sín í um frétt Stöðvar 2 þar sem lögmaður hælisleitenda sagði stjórnvöld hafa sakað skjólstæðing sinn um að ljúga til um kynhneigð sína. Helgi Magnús deildi fréttinni með eftirfarandi texta: „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ Hann áréttaði svo að honum þætti vænt um samkynhneigð og hefði aldrei haft nokkuð á móti þeim. Þó mætti ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segðust samkynhneigðir, segðu satt til um það. Helgi kveðst hafa verið ósáttur við þá áminningu en afráðið að fara ekki í málaferli til að fá áminninguna ógilda. „Það var af svipuðum meiði og þetta upphlaup núna. Samstarf okkar að mínu viti hefur verið ágætt, þess vegna kom þetta mér á óvart, þetta útspil.“ Segir ráðherrans að veita áminninguna Raunar telur Helgi að rangt hafi verið staðið að áðurnefndri áminningu. „Dómsmálaráðherra veitir þetta starf, en ekki [Sigríður]. Það er kannski vert að hafa það í huga þegar rætt er um þessa áminningu. Ég hefði þá haldið að það væri dómsmálaráðherra sem ætti að veita þessa áminningu, því það er hún sem veitir starfið.“ Ósk Sigríðar til ráðherra snúi að því hvort víkja eigi honum frá störfum tímabundið, á meðan nefnd sérfræðinga taki mál hans til skoðunar, og fjalli um hvort víkja eigi honum frá endanlega. „Það sem Sigríður setur fram er bara ósk til ráðherra. Ég treysti því að ráðherrann sjái hvernig er í pottinn búið. Ég hef ekki reynt hana af öðru en að vera vel gerð og skynsöm manneskja. Að hún fari ekki að fara út í þessa vegferð sem Sigríður er að reyna að fá hana til að fara.“ Þætti lítið mál að mæta aftur til vinnu Helgi segir að sér myndi ekki þykja neitt tiltökumál að mæta aftur til vinnu, fari svo að dómsmálaráðherra fallist ekki á ósk Sigríðar um að mál Helga verði tekið til skoðunar. „Ég er stærri maður en svo að ég geti ekki tæklað það. Ég veit ekki hvernig Sigríði liði með það, en ég sæi það satt best að segja ekki sem neitt vandamál. En það er alltaf óþægilegt að fá svona í andlitið, það verður að segjast eins og er.
Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira