Löndin leika í B- og C-riðli. Það er því enn óvíst hverjum þau munu mæta í 8-liða úrslitum því spilað verður á víxl en A- og D-riðlunum er ekki enn lokið.
Egyptaland lagði Spán 2-1 og tryggði efsta sætið í C-riðli. Ibrahim Adel með bæði mörkin en Samuel Omorodion minnkaði muninn fyrir Spánverja á 90. mínútu. Fari úrslit eftir væntingum í D-riðli í kvöld mun Egyptaland mæta Japan næst og Spánn mætir Paragvæ.
Lokaleikjunum í B-riðli var að ljúka rétt í þessu. Þar vann Argentína 2-0 gegn Úkraínu. Marokkó lagði svo Írak afar örugglega að velli, 3-0.
Argentína hafnaði í efsta sæti riðilsins þökk sé seinni markaskoraranum Claudio Echeverri, sem tryggði þeim betri markatölu en Úkraína á fyrstu mínútu uppbótartíma.
Marokkó og Spánn munu því líklega mæta Frakklandi og Bandaríkjunum í 8-liða úrslitum en endanleg niðurröðun í A-riðli mun liggja ljós fyrir þegar lokaleikjunum lýkur um sjö leytið.