Innlent

Hjól­hýsið fuðraði upp

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Það var lítið eftir af hjólhýsinu þegar búið var að slökkva eldinn.
Það var lítið eftir af hjólhýsinu þegar búið var að slökkva eldinn. brunavarnir skagafjarðar

Hjólhýsi í Löngumýri í Skagafirði brann til kaldra kola í dag. Slökkviliðsstjóri segir milid að ekki hafi farið verr enda enginn í hýsinu þegar eldur kviknaði og engin önnur tjöld eða hjólhýsi í hættu. 

„Það brann allt þarna sem brunnið gat,“ segir Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarða. 

Hann segir of snemmt að segja til um hvað hafi valdið brunanum. Málið sé nú á borði lögreglu. 

Af vettvangi.brunavarnir skagafjarðar

„Þetta gerist mjög hratt, svona hjólhýsi fuðra bara upp. Efnið í þessu er bara þannig. Það er bara mildi að hjólhýsið var ágætlega staðsett með tilliti til bygginga og gróðurs.“

Brunavörnum Skagafjarðar barst tilkynning um brunann klukkan 10:59, að því er fram kemur í umfjöllun Feykis. Allt tiltækt slökkvilið frá Sauðárkróki var kallað út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×