„Kvarta ekki þegar við siglum þessu heim eitt-núll“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 30. júlí 2024 22:36 Jóhannes Karl Sigsteinsson tók við Stjörnunni af Kristjáni Guðmundssyni. vísir/diego Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan og góðan sigur á liði Fylkis, 0-1, í kvöld þegar þessi lið mættust í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna. „Góð tilfinning að klára þetta. Þetta var skrítinn leikur og við byrjuðum frábærlega. Mér fannst fyrstu þrjátíu mínúturnar verulega sterkar. Við vorum að koma okkur mikið inn í box og skapa færi. Við skorum eitt mark og eftir það kemur Fylkir bara inn í leikinn og þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og það sást alveg í dag að þær voru til í að selja sig mjög dýrt og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan réði lögum og lofum fyrsta hálftíma leiksins og voru í raun óheppnar að leiða ekki leikinn með meira en einu marki. „Ef þú lætur ekki kné fylgja kviði meðan þú hefur augnablikið með þá þarf svo lítið til að skipta leikjum. Fylkir er með hörku lið og um leið og þær fundu að við fórum að taka eina, tvær feil sendingar og fórum aðeins að minnka pressuna á þær að þá ganga þær á lagið og vinna sig inn í leikinn,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan spilaði ágætlega í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær voru mjög ógnandi í föstum leikatriðum. „Við stjórnum leiknum framan af og erum að skapa bæði úr opnum leik og erum líka að fá mjög mikið af aukaspyrnum, hornspyrnum og löngum innköstum og skorum úr einu slíku og það er kannski það sem skilur á milli í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Seinni hálfleikurinn er miklu opnari. Fylkir koma bara mjög sterkar og setja erfiða pressu á okkur sem við þurfum að losa með að sparka boltanum frá okkur. Heilt yfir þá hefði ég viljað sjá okkur gera betur í opnum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleik þegar að Fylkir er að ýta svona. Þá fáum við skyndisóknir sem að ég hefði viljað sjá betur útfærðar en ég kvarta ekki þegar við siglum þessu heim eitt núll.“ Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira
„Góð tilfinning að klára þetta. Þetta var skrítinn leikur og við byrjuðum frábærlega. Mér fannst fyrstu þrjátíu mínúturnar verulega sterkar. Við vorum að koma okkur mikið inn í box og skapa færi. Við skorum eitt mark og eftir það kemur Fylkir bara inn í leikinn og þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og það sást alveg í dag að þær voru til í að selja sig mjög dýrt og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan réði lögum og lofum fyrsta hálftíma leiksins og voru í raun óheppnar að leiða ekki leikinn með meira en einu marki. „Ef þú lætur ekki kné fylgja kviði meðan þú hefur augnablikið með þá þarf svo lítið til að skipta leikjum. Fylkir er með hörku lið og um leið og þær fundu að við fórum að taka eina, tvær feil sendingar og fórum aðeins að minnka pressuna á þær að þá ganga þær á lagið og vinna sig inn í leikinn,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan spilaði ágætlega í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær voru mjög ógnandi í föstum leikatriðum. „Við stjórnum leiknum framan af og erum að skapa bæði úr opnum leik og erum líka að fá mjög mikið af aukaspyrnum, hornspyrnum og löngum innköstum og skorum úr einu slíku og það er kannski það sem skilur á milli í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Seinni hálfleikurinn er miklu opnari. Fylkir koma bara mjög sterkar og setja erfiða pressu á okkur sem við þurfum að losa með að sparka boltanum frá okkur. Heilt yfir þá hefði ég viljað sjá okkur gera betur í opnum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleik þegar að Fylkir er að ýta svona. Þá fáum við skyndisóknir sem að ég hefði viljað sjá betur útfærðar en ég kvarta ekki þegar við siglum þessu heim eitt núll.“
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira