Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 10:21 Drápinu á Haniyeh mótmælt fyrir utan Háskóla Tehran. AP/Vahid Salemi Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. Drápið á Haniyeh, sem féll í árás í Tehran, hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar en leiðtogar í Evrópu hafa ekki tjáð sig enn sem komið er. Miðlum ber ekki saman um það nákvæmlega hvar Haniyeh var þegar hann lést. Hann dvelur öllu jöfnu í Katar en var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian. Flestir ætla að Ísrael beri ábyrgð á aftökunni en þarlend stjórnvöld hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér. Þjóðaröryggisráð Íran var kallað saman eftir að fregnirnar bárust og Pezeshkian sagði að Íran myndi grípa til aðgerða til að verja land sitt, virðingu, heiður og stolt og sjá til þess að hinir seku myndu iðrast. Íranski byltingavörðurinn sagði í yfirlýsingu að drápinu á Haniyeh, sem var gætt af írönskum lífvörðum, yrði mætt með „harkalegum og sársaukafullum“ aðgerðum. Talsmenn Hamas hafa einnig hótað hefndum. Ísraelsmenn hafa ekki tjáð sig um drápið á Haniyeh en í morgun sagði varnarmálaráðherrann Yoav Gallant um árás Ísraelsmanna á Beirút í gær að Ísrael leitaðist ekki eftir stigmögnun átaka. Menn væru hins vegar reiðubúnir til að mæta hverju sem er.epa/Michael Reynolds Drápið á Haniyeh hefur verið fordæmt af Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og stjórnvöldum í Katar, Tyrklandi og Jórdaníu. Forsætisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani, segir drápið stofna viðræðum um vopnahlé á Gasa í hættu. Rússar hafa einnig tjáð sig um fregnirnar en Andrei Nastasin, einn talsmanna utanríkisráðuneytisins, sagði aðila standa að vaxandi stigmögnun og að Mið-Austurlönd væru á barmi allsherjarstríðsátaka. Guardian hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá Evrópusambandinu að jafnvel þótt Ísraelar hafi ekki axlað ábyrgð á drápinu sé það álitið til marks um það hversu staðráðin stjórnvöld í Ísrael séu í að ganga endanlega frá Hamas og gera samtökin óstjórntæk til framtíðar. Aðrir hafa hins vegar bent á að leiðtogar Hamas hafi áður verið drepnir án þess að það hafi haft stórvægileg áhrif á starfsemi samtakanna. Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisþjónustunnar, ræddi um stöðuna sem upp er komin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Sjá meira
Drápið á Haniyeh, sem féll í árás í Tehran, hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar en leiðtogar í Evrópu hafa ekki tjáð sig enn sem komið er. Miðlum ber ekki saman um það nákvæmlega hvar Haniyeh var þegar hann lést. Hann dvelur öllu jöfnu í Katar en var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian. Flestir ætla að Ísrael beri ábyrgð á aftökunni en þarlend stjórnvöld hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér. Þjóðaröryggisráð Íran var kallað saman eftir að fregnirnar bárust og Pezeshkian sagði að Íran myndi grípa til aðgerða til að verja land sitt, virðingu, heiður og stolt og sjá til þess að hinir seku myndu iðrast. Íranski byltingavörðurinn sagði í yfirlýsingu að drápinu á Haniyeh, sem var gætt af írönskum lífvörðum, yrði mætt með „harkalegum og sársaukafullum“ aðgerðum. Talsmenn Hamas hafa einnig hótað hefndum. Ísraelsmenn hafa ekki tjáð sig um drápið á Haniyeh en í morgun sagði varnarmálaráðherrann Yoav Gallant um árás Ísraelsmanna á Beirút í gær að Ísrael leitaðist ekki eftir stigmögnun átaka. Menn væru hins vegar reiðubúnir til að mæta hverju sem er.epa/Michael Reynolds Drápið á Haniyeh hefur verið fordæmt af Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og stjórnvöldum í Katar, Tyrklandi og Jórdaníu. Forsætisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani, segir drápið stofna viðræðum um vopnahlé á Gasa í hættu. Rússar hafa einnig tjáð sig um fregnirnar en Andrei Nastasin, einn talsmanna utanríkisráðuneytisins, sagði aðila standa að vaxandi stigmögnun og að Mið-Austurlönd væru á barmi allsherjarstríðsátaka. Guardian hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá Evrópusambandinu að jafnvel þótt Ísraelar hafi ekki axlað ábyrgð á drápinu sé það álitið til marks um það hversu staðráðin stjórnvöld í Ísrael séu í að ganga endanlega frá Hamas og gera samtökin óstjórntæk til framtíðar. Aðrir hafa hins vegar bent á að leiðtogar Hamas hafi áður verið drepnir án þess að það hafi haft stórvægileg áhrif á starfsemi samtakanna. Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisþjónustunnar, ræddi um stöðuna sem upp er komin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Sjá meira