Enski boltinn

West Ham leitar að fram­herja og vill fá Füllkrug

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Niklas Fullkrug skoraði fimmtán mörk í öllum keppnum fyrir Borussia Dortmund á síðasta tímabili.
Niklas Fullkrug skoraði fimmtán mörk í öllum keppnum fyrir Borussia Dortmund á síðasta tímabili. Alex Pantling/Getty Images

West Ham hefur hafið viðræður við Borussia Dortmund um kaup á þýska landsliðsframherjanum Niklas Füllkrug.

West Ham vill styrkja framlínuna fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Félagið var langt komið í viðræðum við Aston Villa um kaup á Jhon Duran en það gekk ekki eftir.

Fullkrug skoraði tvö mörk á EM í sumar. Það fyrra var einkar glæsilegt langskot í opnunarleiknum gegn Skotlandi.Crystal Pix/MB Media/Getty Images

Nú hefur félagið fært athyglina til Þýskalands og sækist eftir Füllkrug, sem lykilmaður hjá Borussia Dortmund á síðasta tímabili þegar liðið fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann var einnig í hlutverki hjá þýska landsliðinu á EM í sumar og skoraði þar tvö mörk.

West Ham hefur styrkt sig annars staðar á vellinum í sumarglugganum. Varnarmaðurinn Max Kilman kom frá Wolves og vængmaðurinn Luis Guilherme var fenginn frá Palmeiras.

Einnig er greint frá því að félagið sækist eftir hægri bakverði, en þar er Aaron Wan-Bissaka efstur á óskalista eftir að Noussair Mazraoui fór til Manchester United.

Borussia Dortmund er sagt tilbúið að selja Füllkrug fyrir rétt verð en þá á eftir að koma í ljós hvort hann hafi áhuga á að færa sig um set.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×