Fótbolti

Hættir hjá United og tekur við af Heimi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steve McClaren starfaði í tvígang sem aðstoðarþjálfari hjá Manchester United.
Steve McClaren starfaði í tvígang sem aðstoðarþjálfari hjá Manchester United. getty/Crystal Pix

Steve McClaren hefur verið ráðinn þjálfari jamaíska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Heimi Hallgrímssyni.

McClaren hættir því sem aðstoðarmaður Eriks ten Hag hjá Manchester United. Hann gengdi því starfi í tvö ár. Fimm ár eru síðan McClaren var aðalþjálfari en hann starfaði þá hjá QPR. 

McClaren býr yfir mikilli reynslu en hann var meðal annars þjálfari enska landsliðsins á árunum 2006-07.

Samningur McClarens við jamaíska knattspyrnusambandið er til tveggja ára. Hans helsta markmið verður að koma Jamaíku á HM 2026.

Heimir hætti með jamaíska liðið eftir Suður-Ameríkukeppnina þar sem það tapaði öllum þremur leikjum sínum. Fyrr í þessum mánuði var Heimir svo ráðinn landsliðsþjálfari Írlands.

McClaren stýrir Jamaíku í fyrsta sinn þegar liðið mætir Kúbu í Þjóðadeild Norður- og Mið-Ameríku 6. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×