Íslenski boltinn

Fannst vand­ræða­legt að sjá KR fagna jöfnunarmarkinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR-ingar fagna.
KR-ingar fagna. vísir/ernir

Alberti Brynjari Ingasyni fannst hálf neyðarlegt að sjá KR-inga fagna jöfnunarmarki Finns Tómasar Pálmasonar gegn KA-mönnum.

KR og KA gerðu 2-2 jafntefli í Bestu deild karla á mánudaginn. Finnur Tómas skoraði jöfnunarmark KR-inga í blálok leiksins.

Í Stúkunni var rætt um stöðu KR og Albert fannst fagnið hjá þeim gegn KA vera allt að því vandræðalegt.

„Ég veit ekki hvort ég hefði fagnað þessu marki. Ég hefði bara tekið boltann, haldið kjafti og bara eiiginlega skammast mín,“ sagði Albert.

„Ég veit þeir jöfnuðu á heimavelli gegn KA en samt, mér fannst smá vandræðalegt fyrir stórveldi eins og KR, getur ekki einu sinni unnið þennan heimaleik, að vera fagna þessu marki eins og þeir séu að berjast um eitthvað svakalega hluti. Þeir eru bara í drullunni og þetta var enn ein slaka frammistaðan á heimavelli.“

Klippa: Stúkan - Umræða um fagn KR

KR hefur ekki unnið í níu leikjum í röð í heildina og átta í röð á heimavelli. Liðið er í 9. sæti Bestu deildarinnar með fimmtán stig.

Sjá má innslagið úr Stúkunni í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×