Íslenski boltinn

Þrumuskotið sem Val á toppinn, endur­koma Víkinga og öll hin mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katherine Cousins gerði út um stórleikinn á Hlíðarenda í gær.
Katherine Cousins gerði út um stórleikinn á Hlíðarenda í gær. Vísir/Ernir

Það vantaði ekki mörkin í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna en það voru skoruð nítján mörk í leikjunum fimm. Nú má sjá þau öll hér inn á Vísi.

Valur vann 1-0 sigur á Breiðabliki í toppslagnum og tók þar með toppsætið sem Blikar höfðu einnig sér síðan þær unnu fyrri leikinn á móti Val.

Katherine Cousins skoraði eina mark leiksins með þrumuskoti strax á níundu mínútu leiksins.

Shaina Faiena Ashouri skoraði tvö mörk á móti sínum gömlu félögum í 3-2 endurkomu sigri Víkinga á FH. Elísa Lana Sigurjónsdóttir og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir komu FH í 2-0 í leiknum en Linda Líf Boama minnkaði muninn og Ashouri skoraði síðan tvö síðustu mörkin.

Hrefna Jónsdóttir tryggði Stjörnunni 1-0 sigur á Fylki í Árbænum.

Þróttur vann 4-2 endurkomusigur á Keflavík en Keflavíkurkonur komust í 2-0 með sjálfsmarki og marki Anitu Lind Daníelsdóttur úr víti. María Eva Eyjólfsdóttir (2 mörk), Sæunn Björnsdóttir og Sigríður Theód. Guðmundsdóttir tryggðu Þrótti sigurinn.

Jordyn Rhodes skoraði tvö mörk á lokamínútunum þegar Tindastóll náði 3-3 jafntefli á móti Þór/KA á Króknum. Karen María Sigurgeirsdóttir (2 mörk) og Sandra María Jessen höfðu komið Þór/KA í 3-1 eftir að Elise Anne Morris skoraði fyrsta mark leiksins.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×