Uppgjörið: St. Mirren - Valur 4-1 | Sáu vart til sólar í Skotlandi Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2024 20:40 Valsmenn sáu vart til sólar í kvöld. Getty Valur er úr leik í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta eftir 4-1 tap fyrir St. Mirren í síðari leik liðanna í Paisley í Skotlandi. Allt var galopið fyrir leik kvöldsins í Paisley í Skotlandi eftir markalaust jafntefli Vals og St. Mirren í fyrri leiknum á Hlíðarenda fyrir sléttri viku. Valsmenn voru án Gylfa Þórs Sigurðssonar sem glímir við meiðsli og áfram voru þeir Orri Sigurður Ómarsson og Hólmar Örn Eyjólfsson frá. Arnar Grétarsson bryddaði upp á þeirri nýjung að stilla upp í 4-4-2 með Patrick Pedersen og Tryggva Hrafn Haraldsson frammi. Rooney fagnar fyrsta marki St. Mirren.Getty Það byrjaði þó ekki nægilega vel fyrir Val sem lenti undir eftir stundarfjórðungsleik þegar Sean Rooney var einn og óvaldaður eftir hornspyrnu, reis hæst og skallaði boltann í netið. Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk sannkallað dauðafæri strax í næstu sókn en Ellery Balcombe, markvörður þeirra skosku, varði einkar vel frá Skagamanninum. Fátt var um fína drætti það sem eftir lifði hálfleiksins. Breskur leikstíll líkamlega sterkra kraftaboltakalla í skoska liðinu með meðfylgjandi löngu boltum fram á við skilaði fjölmörgum hornspyrnum og einhverjum hálffærum en í raun engu af viti. Valsmönnum gekk illa að tengja saman sendingar og sköpuðu gott sem ekkert fram á við. Staðan var því 1-0 í leikhléi. Olusanya fagnar kolólöglegu öðru marki St. Mirren.Getty Kraftabolti þeirra skosku skilaði marki fljótlega eftir hlé. Það mark virtist hins vegar vera ólöglegt. Toyosi Olusanya kom boltanum í netið eftir langan bolta fram. Félagi hans, Roland Idowu, sem lagði markið upp var rangstæður í aðdragandanum. „Skamm“ sagði Kristinn Kjærnested, sem lýsti leiknum. Markið stóð hins vegar, ekkert VAR á leiknum, og staðan 2-0. Valsmenn voru aldrei líklegir til að klífa þá brekku. O'Hara mátti sannarlega fagna sínu stórgóða marki.Getty Mark O‘Hara skoraði glæsilegt mark til að breyta stöðunni í 3-0 á 65. Mínútu er hann negldi hann viðstöðulaust á lofti upp í samskeytin – en það var samt kraftaboltamark. Boltanum var þá fleytt áfram á hann eftir langt innkast – Skotinn samur við sig. Tryggvi Hrafn Haraldsson lagaði stöðuna af vítapunktinum stundarfjórðungi fyrir leikslok í kjölfar þess að brotið var á Jónatan Inga Jónssyni innan teigs. Það bólaði þó ekkert á endurkomu Valsmanna í kjölfarið. Alex Iacovitti skoraði fjórða mark St. Mirren undir lokin þegar Valsmenn voru gjörsamlega á hælunum eftir hornspyrnu. Þriðja mark St. Mirren í leiknum eftir fast leikatriði. St. Mirren vann leikinn 4-1, einvígið 4-1, og er komið áfram í næstu umferð þar sem liðið mætir Brann frá Noregi. Fagnaðarlæti Valsmanna eftir mark Tryggva voru lágstemmd.Getty Atvik leiksins Rangstöðumark St. Mirren sem kom liðinu í 2-0 hafði mikið að segja. Við tökum undir með Kristni Kjærnested – „skamm!“ Stjörnur og skúrkar Fátt um stjörnuframmistöður. Margur í Valsliðinu átt betri daga. Stemning og umgjörð Mikil gleði í Paisley. Fyrsti heimaleikur St. Mirren í Evrópukeppni í 37 ár. Eftirvæntingin mikil og Skotinn gat notið sín, enda sigur heimamanna aldrei í mikilli hættu. Sambandsdeild Evrópu Valur
Valur er úr leik í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta eftir 4-1 tap fyrir St. Mirren í síðari leik liðanna í Paisley í Skotlandi. Allt var galopið fyrir leik kvöldsins í Paisley í Skotlandi eftir markalaust jafntefli Vals og St. Mirren í fyrri leiknum á Hlíðarenda fyrir sléttri viku. Valsmenn voru án Gylfa Þórs Sigurðssonar sem glímir við meiðsli og áfram voru þeir Orri Sigurður Ómarsson og Hólmar Örn Eyjólfsson frá. Arnar Grétarsson bryddaði upp á þeirri nýjung að stilla upp í 4-4-2 með Patrick Pedersen og Tryggva Hrafn Haraldsson frammi. Rooney fagnar fyrsta marki St. Mirren.Getty Það byrjaði þó ekki nægilega vel fyrir Val sem lenti undir eftir stundarfjórðungsleik þegar Sean Rooney var einn og óvaldaður eftir hornspyrnu, reis hæst og skallaði boltann í netið. Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk sannkallað dauðafæri strax í næstu sókn en Ellery Balcombe, markvörður þeirra skosku, varði einkar vel frá Skagamanninum. Fátt var um fína drætti það sem eftir lifði hálfleiksins. Breskur leikstíll líkamlega sterkra kraftaboltakalla í skoska liðinu með meðfylgjandi löngu boltum fram á við skilaði fjölmörgum hornspyrnum og einhverjum hálffærum en í raun engu af viti. Valsmönnum gekk illa að tengja saman sendingar og sköpuðu gott sem ekkert fram á við. Staðan var því 1-0 í leikhléi. Olusanya fagnar kolólöglegu öðru marki St. Mirren.Getty Kraftabolti þeirra skosku skilaði marki fljótlega eftir hlé. Það mark virtist hins vegar vera ólöglegt. Toyosi Olusanya kom boltanum í netið eftir langan bolta fram. Félagi hans, Roland Idowu, sem lagði markið upp var rangstæður í aðdragandanum. „Skamm“ sagði Kristinn Kjærnested, sem lýsti leiknum. Markið stóð hins vegar, ekkert VAR á leiknum, og staðan 2-0. Valsmenn voru aldrei líklegir til að klífa þá brekku. O'Hara mátti sannarlega fagna sínu stórgóða marki.Getty Mark O‘Hara skoraði glæsilegt mark til að breyta stöðunni í 3-0 á 65. Mínútu er hann negldi hann viðstöðulaust á lofti upp í samskeytin – en það var samt kraftaboltamark. Boltanum var þá fleytt áfram á hann eftir langt innkast – Skotinn samur við sig. Tryggvi Hrafn Haraldsson lagaði stöðuna af vítapunktinum stundarfjórðungi fyrir leikslok í kjölfar þess að brotið var á Jónatan Inga Jónssyni innan teigs. Það bólaði þó ekkert á endurkomu Valsmanna í kjölfarið. Alex Iacovitti skoraði fjórða mark St. Mirren undir lokin þegar Valsmenn voru gjörsamlega á hælunum eftir hornspyrnu. Þriðja mark St. Mirren í leiknum eftir fast leikatriði. St. Mirren vann leikinn 4-1, einvígið 4-1, og er komið áfram í næstu umferð þar sem liðið mætir Brann frá Noregi. Fagnaðarlæti Valsmanna eftir mark Tryggva voru lágstemmd.Getty Atvik leiksins Rangstöðumark St. Mirren sem kom liðinu í 2-0 hafði mikið að segja. Við tökum undir með Kristni Kjærnested – „skamm!“ Stjörnur og skúrkar Fátt um stjörnuframmistöður. Margur í Valsliðinu átt betri daga. Stemning og umgjörð Mikil gleði í Paisley. Fyrsti heimaleikur St. Mirren í Evrópukeppni í 37 ár. Eftirvæntingin mikil og Skotinn gat notið sín, enda sigur heimamanna aldrei í mikilli hættu.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti