Allt að verða klárt fyrir embættistöku sjöunda forseta lýðveldisins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. ágúst 2024 12:31 Undirbúningur fyrir embættistöku forseta Íslands hefur staðið yfir í og við Alþingi undanfarnar vikur. Í gær var meðal annars unnið að því að setja upp risaskjái á Austurvelli hvar almenningur getur fylgst með athöfninni. Vísir/Sigurjón Halla Tómasdóttir verður sett í embætti sem sjöundi forseti Íslenska lýðveldisins í dag, önnur kvenna til að gegna embættinu. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni verða þrír fyrrverandi forsetar viðstaddir athöfnina. Embættistaka forseta Íslands hefst með helgiathöfn í Dómkirkjunni klukkan hálf fjögur í dag. Þar á eftir verður kjöri Höllu Tómasdóttir í embætti forseta lýst við athöfn í sal Alþingis og hún undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni og flytja ávarp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis segir nú allt að verða tilbúið fyrir athöfnina. „Það er nú ekki seinna vænna en þetta er allt að koma hjá okkur,“ segir Ragna. Alls er búist við á fjórða hundrað gesta, auk þess sem almenningi býðst að fylgjast með athöfninni af Austurvelli og í sjónvarpi. „Alþingishúsið hefur verið notað til innsetningarinnar, eða embættistökunnar, síðan 1949 og skýrist mögulega af því að það voru auðvitað ekki mörg húsakynni sem að komu til álita. En það var alltaf þannig fram til gildistöku nýrra kosningalaga árið 2021 að forseti Hæstaréttar setti forset inn í embætti og gerir það í húsakynnum Alþingis,“ segir Ragna, en með nýjum kosningalögum verður sú breyting á nú að formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta. „Eftir því sem tímarnir liðu urðu þetta aðeins fjölmennari athafnir. En við sáum það núna að með því að sinna nútímakröfum um flóttaleiðir og annað að þá þyrftum við að hafa aðeins færri í þinghúsinu, sem eru þó alveg um 140 manns, en það var þá heppilegt að við getum nýtt Smiðjuna, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, þar erum við með mjög flottan ráðstefnusal þar sem við ætlum að hýsa þá hluta gesta,“ segir Ragna. Meðal þeirra sem viðstödd verða athöfnina í þingsal eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, og Guðni Th. Jóhannesson sem lauk sinni embættistíð á miðnætti í gær. Þetta verður þannig í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem svo mörg sem gegnt hafa embætti forseta verða viðstödd athöfnina. „Þetta er auðvitað mjög söguleg stund og auðvitað alltaf mjög hátíðlegt þegar nýr forseti tekur við keflinu. Það verður þarna góð mæting af hálfu fyrrum forseta sem verður auðvitað frábært,“ segir Ragna. Þakka Guðna og hlakka til samstarfs með Höllu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa báðir gegnt embættis forsætisráðherra í tíð Guðna Th. Jóhannessonar. Þeir þökkuðu í gær Guðna fyrir samstarfið og óska Höllu velfarnaðar í starfi. „Guðni hefur verið farsæll forseti og fyrir ríkisstjórn verið gott að leita til hans,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu að loknum ríkisráðsfundi í gær og forsætisráðherra tók í svipaðan streng. „Þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýjan forseta sem að ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér og mun eflaust móta embættið eins og fyrri forsetar hafa gert, með sínum hætti,“ segir Bjarni. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Embættistaka forseta Íslands hefst með helgiathöfn í Dómkirkjunni klukkan hálf fjögur í dag. Þar á eftir verður kjöri Höllu Tómasdóttir í embætti forseta lýst við athöfn í sal Alþingis og hún undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni og flytja ávarp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis segir nú allt að verða tilbúið fyrir athöfnina. „Það er nú ekki seinna vænna en þetta er allt að koma hjá okkur,“ segir Ragna. Alls er búist við á fjórða hundrað gesta, auk þess sem almenningi býðst að fylgjast með athöfninni af Austurvelli og í sjónvarpi. „Alþingishúsið hefur verið notað til innsetningarinnar, eða embættistökunnar, síðan 1949 og skýrist mögulega af því að það voru auðvitað ekki mörg húsakynni sem að komu til álita. En það var alltaf þannig fram til gildistöku nýrra kosningalaga árið 2021 að forseti Hæstaréttar setti forset inn í embætti og gerir það í húsakynnum Alþingis,“ segir Ragna, en með nýjum kosningalögum verður sú breyting á nú að formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta. „Eftir því sem tímarnir liðu urðu þetta aðeins fjölmennari athafnir. En við sáum það núna að með því að sinna nútímakröfum um flóttaleiðir og annað að þá þyrftum við að hafa aðeins færri í þinghúsinu, sem eru þó alveg um 140 manns, en það var þá heppilegt að við getum nýtt Smiðjuna, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, þar erum við með mjög flottan ráðstefnusal þar sem við ætlum að hýsa þá hluta gesta,“ segir Ragna. Meðal þeirra sem viðstödd verða athöfnina í þingsal eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, og Guðni Th. Jóhannesson sem lauk sinni embættistíð á miðnætti í gær. Þetta verður þannig í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem svo mörg sem gegnt hafa embætti forseta verða viðstödd athöfnina. „Þetta er auðvitað mjög söguleg stund og auðvitað alltaf mjög hátíðlegt þegar nýr forseti tekur við keflinu. Það verður þarna góð mæting af hálfu fyrrum forseta sem verður auðvitað frábært,“ segir Ragna. Þakka Guðna og hlakka til samstarfs með Höllu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa báðir gegnt embættis forsætisráðherra í tíð Guðna Th. Jóhannessonar. Þeir þökkuðu í gær Guðna fyrir samstarfið og óska Höllu velfarnaðar í starfi. „Guðni hefur verið farsæll forseti og fyrir ríkisstjórn verið gott að leita til hans,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu að loknum ríkisráðsfundi í gær og forsætisráðherra tók í svipaðan streng. „Þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýjan forseta sem að ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér og mun eflaust móta embættið eins og fyrri forsetar hafa gert, með sínum hætti,“ segir Bjarni.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira