Refasveitarvegur Þorlákur Axel Jónsson skrifar 1. ágúst 2024 15:00 Vegagerðin fær miklar þakkir fyrir að leggja sléttan, breiðan og góðan veg um Refasveitina miðja frá þjóðvegi 1 að tveimur brúm yfir Laxá á Refasveit, nýja brú út á Skagaströnd en hina á veginum upp í Norðurárdal og þaðan yfir Biskupsleiti austur í Skagafjörð. Elsta heimild um nafnið Refasveit, sem mér er kunnugt, er jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem þeir tóku saman fyrir Engihlíðarhrepp haustið 1708. Jarðabókin er hrepps- og jarðalýsing, byggð á eiðsvörnum vitnisburði bænda í sveitinni. Þar stendur skrifað að Vatnahverfi sé fyrsti bærinn í Refasveit, þá Enni og síðan eru bæirnir taldir upp hver af öðrum: bakkabæirnir, Síða, Kúskerpi og Lækjardalsbæirnir, Mýrarbæirnir en við Úfagil í Laxárdal er skrifað að Refasveit taki þar enda. Höfuðbólin í Langadal, hjáleigur þeirra í Laxárdal og aðrir bæir þar, sem tilheyrðu hreppnum, voru ekki í Refasveit. Ekki einu sinni Refsstaðir. Páll Vídalín lögmaður bjó í Víðidalstungu í vestursýslunni og því öllum hnútum kunnugur í húnvetnskum sveitum. Jón Espólín sagði Pál lærðan mann og stórvitran en “haldinn nokkuð grályndur”. Það má ímynda sér að lögmaðurinn hafi strítt góðbændunum í Langadal á því að þeir byggju í Refasveit en þeir svarað fyrir sig með sannleika um hvar hún var og er, enda verkefnið allt í anda upplýsingarstefnunnar sem þarna var að hefjast og stendur enn. Talað var um Efri-byggð og Neðri-byggð í sveitinni og þegar vegur var lagður um hvorn hluta fékk sá um neðribyggðina það nafn frá Vegagerðinni en sá efri var með réttu nefndur Skagastrandarvegur enda lá leiðin þangað. Við innkeyrsluna á norðurenda þess hluta Skagastrandarvegar sem liggur um Efri-byggð, vegur sem ætti að fá nafn eftir því, hefur Vegagerðin nú sett upp skilti sem á stendur „Refasveit“. Frá skiltinu er ágætt útsýni að hól sem heitir Gildran en hóllinn er friðaður samkvæmt úrskurði Minjavarðar Norðurlands vestra enda er þar að finna ferhyrnda grjóthleðslu sem verið hefur refagildra. Þarna voru líka Skógargötur þar sem nýi vegurinn liggur, sagði okkur Garðar bóndi í Kúskerpi. Standi hugur Vegagerðarinnar til þess að halda gömlu nafni til haga, þá er nýi vegurinn um miðja sveitina réttnefndur Refasveitarvegur. Skiltið mætti nota við Blöndubrú áður en ekið er yfir til norðurs enda sá hluti Blönduósbæjar í Refasveit. Höfundur er kennari í Háskólanum á Akureyri en skrifar í Kúskerpi á Refasveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skagafjörður Vegagerð Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Skoðun Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Vegagerðin fær miklar þakkir fyrir að leggja sléttan, breiðan og góðan veg um Refasveitina miðja frá þjóðvegi 1 að tveimur brúm yfir Laxá á Refasveit, nýja brú út á Skagaströnd en hina á veginum upp í Norðurárdal og þaðan yfir Biskupsleiti austur í Skagafjörð. Elsta heimild um nafnið Refasveit, sem mér er kunnugt, er jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem þeir tóku saman fyrir Engihlíðarhrepp haustið 1708. Jarðabókin er hrepps- og jarðalýsing, byggð á eiðsvörnum vitnisburði bænda í sveitinni. Þar stendur skrifað að Vatnahverfi sé fyrsti bærinn í Refasveit, þá Enni og síðan eru bæirnir taldir upp hver af öðrum: bakkabæirnir, Síða, Kúskerpi og Lækjardalsbæirnir, Mýrarbæirnir en við Úfagil í Laxárdal er skrifað að Refasveit taki þar enda. Höfuðbólin í Langadal, hjáleigur þeirra í Laxárdal og aðrir bæir þar, sem tilheyrðu hreppnum, voru ekki í Refasveit. Ekki einu sinni Refsstaðir. Páll Vídalín lögmaður bjó í Víðidalstungu í vestursýslunni og því öllum hnútum kunnugur í húnvetnskum sveitum. Jón Espólín sagði Pál lærðan mann og stórvitran en “haldinn nokkuð grályndur”. Það má ímynda sér að lögmaðurinn hafi strítt góðbændunum í Langadal á því að þeir byggju í Refasveit en þeir svarað fyrir sig með sannleika um hvar hún var og er, enda verkefnið allt í anda upplýsingarstefnunnar sem þarna var að hefjast og stendur enn. Talað var um Efri-byggð og Neðri-byggð í sveitinni og þegar vegur var lagður um hvorn hluta fékk sá um neðribyggðina það nafn frá Vegagerðinni en sá efri var með réttu nefndur Skagastrandarvegur enda lá leiðin þangað. Við innkeyrsluna á norðurenda þess hluta Skagastrandarvegar sem liggur um Efri-byggð, vegur sem ætti að fá nafn eftir því, hefur Vegagerðin nú sett upp skilti sem á stendur „Refasveit“. Frá skiltinu er ágætt útsýni að hól sem heitir Gildran en hóllinn er friðaður samkvæmt úrskurði Minjavarðar Norðurlands vestra enda er þar að finna ferhyrnda grjóthleðslu sem verið hefur refagildra. Þarna voru líka Skógargötur þar sem nýi vegurinn liggur, sagði okkur Garðar bóndi í Kúskerpi. Standi hugur Vegagerðarinnar til þess að halda gömlu nafni til haga, þá er nýi vegurinn um miðja sveitina réttnefndur Refasveitarvegur. Skiltið mætti nota við Blöndubrú áður en ekið er yfir til norðurs enda sá hluti Blönduósbæjar í Refasveit. Höfundur er kennari í Háskólanum á Akureyri en skrifar í Kúskerpi á Refasveit.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun