Góða skemmtun kæru landsmenn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 1. ágúst 2024 16:00 Vitundarvakning sem ber yfirskriftina „Góða skemmtun“ stendur yfir í sumar. Markmiðið er að tryggja að við öll getum notið skemmtana á öruggan og ofbeldislausan hátt. Vitundarvakningin er samstarfsverkefni dómsmálaráðuneytisins, lögreglunnar og Neyðarlínunnar, og snýr að því að hvetja fólk til að skemmta sér á ábyrgan hátt og tryggja öryggi allra, á stórum sem smáum viðburðum. Verslunarmannahelgin, sem nú er runnin í garð, er ein helsta ferðahelgi sumarsins og hefur eftirvæntingin og undirbúningurinn verið mikill. Um helgina munu þúsundir koma saman á fjölmörgum viðburðum og skemmtunum hringinn í kringum landið til að njóta samverunnar og gleðjast. Við viljum tryggja að allar skemmtanir verði góðar, lausar við ofbeldi, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega og meiðandi hegðun. Komum vel fram hvort við annað og verum vakandi fyrir umhverfi okkar, stuðlum að öryggi í samskiptum, virðum mörk og segjum frá ef einhver sýnir óviðeigandi hegðun eða þarf á aðstoð að halda við að koma vel fram við aðra. Með því að vera vakandi fyrir umhverfi okkar getum við öll stuðlað að góðri skemmtun þar sem við upplifum okkur örugg fyrir hverskyns ofbeldi. Það er einfaldlega svo að slagsmál, ógnanir, kynferðislegt ofbeldi og áreitni eru ólíðandi og eiga ekkert skylt við góða skemmtun. Á vef lögreglunnar og Neyðarlínunnar má finna mikilvægar upplýsingar og ráð til viðburðahaldara, foreldra og ungmenna um hvernig best er að tryggja öryggi á skemmtunum. Kynnum okkur þetta efni og deilum til að stuðla að betri og öruggari skemmtunum um helgina, og það sem eftir lifir sumars. Góð skemmtun þýðir að við komum heil heim. Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að gera sumarhátíðirnar skemmtilegar og ánægjulegar. Förum varlega í umferðinni og munum að eftir einn ei aki neinn. Frekari upplýsingar um vitundarvakninguna „Góða skemmtun", má finna á vef lögreglunnar og ofbeldisgátt Neyðarlínunnar 112.is. Gleðilega verslunarmannahelgi kæru landsmenn! Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Vitundarvakning sem ber yfirskriftina „Góða skemmtun“ stendur yfir í sumar. Markmiðið er að tryggja að við öll getum notið skemmtana á öruggan og ofbeldislausan hátt. Vitundarvakningin er samstarfsverkefni dómsmálaráðuneytisins, lögreglunnar og Neyðarlínunnar, og snýr að því að hvetja fólk til að skemmta sér á ábyrgan hátt og tryggja öryggi allra, á stórum sem smáum viðburðum. Verslunarmannahelgin, sem nú er runnin í garð, er ein helsta ferðahelgi sumarsins og hefur eftirvæntingin og undirbúningurinn verið mikill. Um helgina munu þúsundir koma saman á fjölmörgum viðburðum og skemmtunum hringinn í kringum landið til að njóta samverunnar og gleðjast. Við viljum tryggja að allar skemmtanir verði góðar, lausar við ofbeldi, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega og meiðandi hegðun. Komum vel fram hvort við annað og verum vakandi fyrir umhverfi okkar, stuðlum að öryggi í samskiptum, virðum mörk og segjum frá ef einhver sýnir óviðeigandi hegðun eða þarf á aðstoð að halda við að koma vel fram við aðra. Með því að vera vakandi fyrir umhverfi okkar getum við öll stuðlað að góðri skemmtun þar sem við upplifum okkur örugg fyrir hverskyns ofbeldi. Það er einfaldlega svo að slagsmál, ógnanir, kynferðislegt ofbeldi og áreitni eru ólíðandi og eiga ekkert skylt við góða skemmtun. Á vef lögreglunnar og Neyðarlínunnar má finna mikilvægar upplýsingar og ráð til viðburðahaldara, foreldra og ungmenna um hvernig best er að tryggja öryggi á skemmtunum. Kynnum okkur þetta efni og deilum til að stuðla að betri og öruggari skemmtunum um helgina, og það sem eftir lifir sumars. Góð skemmtun þýðir að við komum heil heim. Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að gera sumarhátíðirnar skemmtilegar og ánægjulegar. Förum varlega í umferðinni og munum að eftir einn ei aki neinn. Frekari upplýsingar um vitundarvakninguna „Góða skemmtun", má finna á vef lögreglunnar og ofbeldisgátt Neyðarlínunnar 112.is. Gleðilega verslunarmannahelgi kæru landsmenn! Höfundur er dómsmálaráðherra.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun