Körfubolti

Stytta af Kobe og dóttur hans af­hjúpuð á morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kobe Bryant ásamt dóttur sinni, Giönnu.
Kobe Bryant ásamt dóttur sinni, Giönnu. getty/Allen Berezovsky

Á morgun verður stytta af Kobe Bryant og dóttur hans, Giönnu (Gigi), afhjúpuð fyrir utan heimavöll Los Angeles Lakers, Crypto.com Arena.

Þetta er önnur styttan af þremur af Kobe sem verða fyrir utan Crypto.com Arena. Þann 8. febrúar var tæplega sex metra há bronsstytta af Kobe úr leiknum gegn Toronto Raptors 2006, þar sem hann skoraði 81 stig, afhjúpuð.

Kobe fórst í þyrluslysi ásamt Gigi og sjö öðrum í janúar 2020. Kobe lék allan sinn feril í NBA með Lakers og varð fimm sinnum meistari með liðinu.

Dagsetning morgundagsins (2/8/24) er táknræn. Kobe lék í treyjum númer átta og 24 hjá Lakers á meðan Gigi spilaði í treyju númer tvö.

Samkvæmt ekkju Kobes, Vanessu, verður þriðja styttan af Kobe með honum í treyju númer 24. Hún verður afhjúpuð á næsta tímabili samkvæmt heimildum ESPN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×