„Já ég fékk í rauninni besta nafnið frá frú Vigdísi forseta. Hún horfði svona á mig og sagði svo, „þú átt að verða forsetagæi“ og það fór bara ágætlega í mig,“ sagði Björn kíminn, í viðtali Stöðvar 2 við nýju forsetahjónin í gær.
„En það er náttúrulega búið að vera tala um það annað hvort að hafa maki forseta eða forsetamaki, og það í rauninni bara leggst vel í mig,“ sagði Björn.
Hann segir hlutverkið sjálft ekki skilgreint þannig lagað, en að hann sé gríðarlega spenntur og ótrúlega stoltur yfir þessum degi og því hvernig Halla stóð sig. „Þessi embættistaka var bara gæsahúð fyrir mig,“ sagði hann.
Vill beita sér á vettvangi heilsu
Talið barst þá að áhugasviði Björns, sem kveðst hafa gríðarlegan áhuga á heilsu, hreyfingu og næringu. „Mig langar til þess að beita mér á þeim vettvangi, en hvernig það verður og hvenær, það verður bara að koma í ljós,“