Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2024 23:59 Bandaríkjamennirnir tíu sem sleppt var úr haldi eru á leið til Bandaríkjanna. Bandaríska ríkið Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. Fangaskiptin áttu sér stað í Ankara í Tyrklandi í dag fimmtudag. Samningurinn var um 18 mánuði í bígerð, og svo virðist helsta þrætueplið hafi verið krafa Rússlands um morðingjann Vadim Krasikov. Krasikov var í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að hafa banað uppreisnarmanninum Zelimkhan Khangoshvili, sem var á lista hryðjuverkamanna hjá rússneskum stjórnvöldum. Krasikov hefur nú verið sleppt úr haldi og er farinn aftur til Rússlands, en þýsk stjórnvöld sögðu að ákvörðunin um að sleppa honum hafi ekki verið tekin af léttúð. Tölvuþrjótar og morðingjar í skiptum fyrir blaðamenn Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi Rússa var bandaríski blaðamaðurinn Evan Gershkovich, sem hafði verið í haldi Rússa í 491 dag. Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði hafði verið í haldi Rússa í fimm ár, og er einnig frjáls. Auk Gershkovic og Whelan er Alsa Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður laus úr haldi. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði. Meðal þeirra sem Rússar fengu til baka auk Krasikovs, eru Vadim Konoshchenok, sem sat í fangelsi fyrir vopnasmygl. Hann var handtekinn í Eistlandi þar sem hann var gómaður við að smygla bandarískum vopnum til Rússlands. Vladislav Klyushin hefur einnig verið sleppt úr haldi. Hann er auðugur viðskiptajöfur, sem sat í fangelsi fyrir tölvuárásir. Roman Valeryevish Seleznev er einnig laus, en hann hafði fengið fjórtán ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikla tölvuárás sem hafði margar milljónir dollara af bandarískum bönkum. Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Fangaskiptin áttu sér stað í Ankara í Tyrklandi í dag fimmtudag. Samningurinn var um 18 mánuði í bígerð, og svo virðist helsta þrætueplið hafi verið krafa Rússlands um morðingjann Vadim Krasikov. Krasikov var í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að hafa banað uppreisnarmanninum Zelimkhan Khangoshvili, sem var á lista hryðjuverkamanna hjá rússneskum stjórnvöldum. Krasikov hefur nú verið sleppt úr haldi og er farinn aftur til Rússlands, en þýsk stjórnvöld sögðu að ákvörðunin um að sleppa honum hafi ekki verið tekin af léttúð. Tölvuþrjótar og morðingjar í skiptum fyrir blaðamenn Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi Rússa var bandaríski blaðamaðurinn Evan Gershkovich, sem hafði verið í haldi Rússa í 491 dag. Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði hafði verið í haldi Rússa í fimm ár, og er einnig frjáls. Auk Gershkovic og Whelan er Alsa Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður laus úr haldi. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði. Meðal þeirra sem Rússar fengu til baka auk Krasikovs, eru Vadim Konoshchenok, sem sat í fangelsi fyrir vopnasmygl. Hann var handtekinn í Eistlandi þar sem hann var gómaður við að smygla bandarískum vopnum til Rússlands. Vladislav Klyushin hefur einnig verið sleppt úr haldi. Hann er auðugur viðskiptajöfur, sem sat í fangelsi fyrir tölvuárásir. Roman Valeryevish Seleznev er einnig laus, en hann hafði fengið fjórtán ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikla tölvuárás sem hafði margar milljónir dollara af bandarískum bönkum.
Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21
Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00
Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45