„Ótrúlegt“ að Halla hafi ekki verið fyrsta frétt RÚV Ólafur Björn Sverrisson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 2. ágúst 2024 18:01 Sif forsetaritari furðar sig á því að Halla hafi ekki verið aðalnúmerið í fréttatíma Ríkisútvarpsins. Vísir Það vakti athygli í gærkvöldi að innsetning Höllu Tómasdóttur sem sjöundi forseti lýðveldisins hafi ekki verið fyrsta frétt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þess í stað var frétt um að samhæfing í viðbrögðum við jökulhlaupum væri ábótavant. Brýnar upplýsingar til almennings, að sögn vaktstjóra kvöldfrétta RÚV. Þetta fréttamat ritstjórnar RÚV virðist hafa farið illa í marga. Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg, birti til að mynda Facebookfærslu þar sem hún gerir uppröðunina að umtalsefni. „Það er eitthvað ósagt þarna hjá þeim sem lögðu upp fréttatímann,“ vill Anna Sigrún meina. Undir þá færslu gerði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari athugasemd þar sem hún segir málið „ótrúlegt“. a Í Facebookfærslu sakar Jón Axel Ólafsson fjölmiðlamaður fréttastofu Ríkisútvarpsins um að stjórnast af „duttlungum vinstri starfsmanna stofnunarinnar“ sem beiti henni óspart í „eigin pólitíska þágu“. Sif Gunnarsdóttir forsetaritari er ekki sátt. „Ég er ekki viss um að innsetning Katrínar Jakobsdóttur hefði verið önnur frétt á í gærkvöldi hefði hún verið kosin forseti. Stofnunin gengur sjálfala eftir stefnu sem starfsfólk hennar markar henni sjálft og litast af pólitískum skoðunum þeirra. Og við sem borgum brúsann höfum ekkert um það að segja,“ skrifar Jón Axel. Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og fræðimaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson taka undir, segja fréttastofuna líta á sig sem dónalega yfirstofnun sem sé í raun stjórnlaus. Umræða um málið hefur spunnist víðar. Á DV birtist í dag nafnlaus pistill undir fyrirsögninni „Orðið á götunni: Fréttastofa RÚV í fýlu – getur ekki falið svekkelsið“ Þar er ýjað að því að fréttastofa RÚV sé „enn ekki komin yfir það að sameiginlegur frambjóðandi hennar og skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, skuli ekki hafa náð kjöri í forsetakosningunum í vor.“ Svekkelsið ráði för í fréttamati. Engar algildar reglur Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður Ríkisútvarpsins og vaktstjóri gærdagsins svarar þessum ásökunum í skriflegu svari til Vísis. Hún segir fréttastofu RÚV gegna mörgum hlutverkum og taki þau alvarlega. Eitt mikilvægasta hlutverkið sé almannavarnahlutverkið. Sigríður Hagalín Björnsdóttir. „Röðun í fréttatíma er byggð á fréttamati á hverjum tíma, og engar algildar reglur gilda um hana. Í gær fjallaði fyrsta frétt um alvarlegar brotalamir á vöktunarkerfinu í kringum Kötlu, sem komu í ljós í hlaupinu fyrir fáum dögum. Við mátum þetta sem brýnar upplýsingar til almennings, ekki síst í ljósi náttúruhamfara undanfarinna mánaða,“ segir í svari Sigríðar. „Ríkisútvarpið hafði sinnt innsetningu Höllu Tómasdóttur í embætti forseta af alúð allan daginn, í beinni útsendingu, og viðburðinum var líka gert hátt undir höfði í fréttatímanum.“ Ríkisútvarpið Forseti Íslands Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Þetta fréttamat ritstjórnar RÚV virðist hafa farið illa í marga. Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg, birti til að mynda Facebookfærslu þar sem hún gerir uppröðunina að umtalsefni. „Það er eitthvað ósagt þarna hjá þeim sem lögðu upp fréttatímann,“ vill Anna Sigrún meina. Undir þá færslu gerði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari athugasemd þar sem hún segir málið „ótrúlegt“. a Í Facebookfærslu sakar Jón Axel Ólafsson fjölmiðlamaður fréttastofu Ríkisútvarpsins um að stjórnast af „duttlungum vinstri starfsmanna stofnunarinnar“ sem beiti henni óspart í „eigin pólitíska þágu“. Sif Gunnarsdóttir forsetaritari er ekki sátt. „Ég er ekki viss um að innsetning Katrínar Jakobsdóttur hefði verið önnur frétt á í gærkvöldi hefði hún verið kosin forseti. Stofnunin gengur sjálfala eftir stefnu sem starfsfólk hennar markar henni sjálft og litast af pólitískum skoðunum þeirra. Og við sem borgum brúsann höfum ekkert um það að segja,“ skrifar Jón Axel. Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og fræðimaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson taka undir, segja fréttastofuna líta á sig sem dónalega yfirstofnun sem sé í raun stjórnlaus. Umræða um málið hefur spunnist víðar. Á DV birtist í dag nafnlaus pistill undir fyrirsögninni „Orðið á götunni: Fréttastofa RÚV í fýlu – getur ekki falið svekkelsið“ Þar er ýjað að því að fréttastofa RÚV sé „enn ekki komin yfir það að sameiginlegur frambjóðandi hennar og skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, skuli ekki hafa náð kjöri í forsetakosningunum í vor.“ Svekkelsið ráði för í fréttamati. Engar algildar reglur Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður Ríkisútvarpsins og vaktstjóri gærdagsins svarar þessum ásökunum í skriflegu svari til Vísis. Hún segir fréttastofu RÚV gegna mörgum hlutverkum og taki þau alvarlega. Eitt mikilvægasta hlutverkið sé almannavarnahlutverkið. Sigríður Hagalín Björnsdóttir. „Röðun í fréttatíma er byggð á fréttamati á hverjum tíma, og engar algildar reglur gilda um hana. Í gær fjallaði fyrsta frétt um alvarlegar brotalamir á vöktunarkerfinu í kringum Kötlu, sem komu í ljós í hlaupinu fyrir fáum dögum. Við mátum þetta sem brýnar upplýsingar til almennings, ekki síst í ljósi náttúruhamfara undanfarinna mánaða,“ segir í svari Sigríðar. „Ríkisútvarpið hafði sinnt innsetningu Höllu Tómasdóttur í embætti forseta af alúð allan daginn, í beinni útsendingu, og viðburðinum var líka gert hátt undir höfði í fréttatímanum.“
Ríkisútvarpið Forseti Íslands Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira