Körfubolti

Spán­verjar sitja eftir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shai Gilgeous-Alexander og félagar í kanadíska liðinu hafa spilað vel á Ólympíuleikunum og unnið alla sína leiki.
Shai Gilgeous-Alexander og félagar í kanadíska liðinu hafa spilað vel á Ólympíuleikunum og unnið alla sína leiki. getty/Gregory Shamus

Sterkt lið Spánar kemst ekki í átta liða úrslit í körfuboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París. Þetta var ljóst eftir tap fyrir Kanada í dag, 88-85. 

Kanadamenn unnu alla þrjá leiki sína í A-riðli og unnu hann með fullu húsi stiga. Ástralía, sem tapaði fyrir Grikklandi fyrr í dag, 71-77, er í 2. sæti og gríska liðið með Giannis Antetokounmpo í broddi fylkingar í því þriðja. Bæði lið komast í átta liða úrslit.

Shai Gilgeous-Alexander skoraði tuttugu stig fyrir Kanada í sigrinum á Spáni, Andrew Nembhard var með átján stig og RJ Barrett sextán. Dillon Brooks skoraði þrettán stig.

Dario Brizuela var stigahæstur í spænska liðinu með sautján stig. Hinn þrautreyndi Sergio Llull skoraði þrettán stig en hitti illa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×