Körfubolti

Þjálfar litla bróður á Egils­stöðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hattarmenn eru á leið inn í sitt þriðja tímabil í röð í efstu deild.
Hattarmenn eru á leið inn í sitt þriðja tímabil í röð í efstu deild. austurfrétt/gunnar

Höttur hefur ráðið Spánverjann Salva Guardia sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins í körfubolta.

Einar Árni Jóhannsson hætti hjá Hetti í vor eftir að hafa stýrt liðinu ásamt Viðari Erni Hafsteinssyni í þrjú ár. Höttur réði þá annan Njarðvíking, Jóhann Árna Ólafsson, til að taka við. Hann hætti hins vegar við að koma austur og því þurftu Hattarmenn að finna nýjan þjálfara með Viðari.

Hann er nú fundinn en Höttur tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum í dag að Salva hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Salva hefur tengingu við Hött því David Guardia Ramos, leikmaður liðsins, er yngri bróðir hans.

Salva býr yfir mikilli reynslu. Hann spilaði í efstu deild á Spáni og hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari í efstu deild á Spáni ásamt því að starfa sem yfirmaður körfuknattleiksmála hjá Fuenlabrada.

Höttur endaði í 8. sæti Subway deildarinnar á síðasta tímabili og komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þar töpuðu Hattarmenn fyrir Valsmönnum, 3-1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×