Innlent

Sósíal­istar sem ætla á þing og þjóð­há­tíð í beinni

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Sósíalistar segja þá sem áður kusu Vinstri græna nú flykkjast að flokknum. Þeir telja kjósendur komna með nóg af sviknum loforðum um félagslega uppbyggingu. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nánast jafn mikið og ríkisstjórnarflokkanna til samans.

Sósíalistar segja þá sem áður kusu Vinstri græna nú flykkjast að flokknum. Þeir telja kjósendur komna með nóg af sviknum loforðum um félagslega uppbyggingu. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nánast jafn mikið og ríkisstjórnarflokkanna til samans.

Kosningavetur er að hefjast og við heyrum í stjórnmálaforingjum um stöðuna sem er að teiknast upp í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Samtök verslunar og þjónustu hafa áhyggjur af fjölgun innbrota og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Innbrot valdi verslunarmönnum miklu tjóni og nær engin áhætta sé fólgin í að iðka slíka brotastarfsemi hér á landi þar sem málin leiði sjaldnast til ákæru. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Þá sjáum við myndir frá sögulegum fangaskiptum og fyrsta kvöldi nýs forseta á Bessastöðum. Við kíkjum einnig á umferðina sem liggur úr bænum og ræðum við lögreglu í beinni útsendingu, verðum í beinni útsendingu frá tónlistarhátíðinni Innipúkanum og frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem stemningin er að magnast.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 2. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×