Innlent

Sló bíl með golf­kylfu eftir á­tök milli fíkni­efna­sala og kaupanda

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Átök milli fíkniefnasala og kaupanda enduðu með því að annar þeirra sló bifreið með golfkylfu.
Átök milli fíkniefnasala og kaupanda enduðu með því að annar þeirra sló bifreið með golfkylfu. Getty

Átök urðu milli aðila sem var að reyna kaupa sér fíkniefni og þess sem átti að vera að selja fíkniefnin. Annar sló bifreið með golfkylfu svo einhverjar skemmdir urðu en enginn slasaðist. Lögreglan hafði upp á þeim sem skemmdi bifreiðina og var hann handtekinn og tekin af honum skýrsla.

Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefni dagsins til klukkan 18 í dag.

Þá var slökkviliðið kallað á vettvang eftir að aðili kveikti í ruslagám. Nokkur eldur var kominn í gáminn þegar slökkviliðið kom á vettvang. Gerandi er þekktur hjá lögreglu og verið er að leita að honum.

Nokkrir voru handteknir grunaðir um vörslu fíkniefna, eða akstur undir áhrifum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×