Fimm í fangaklefa þegar mest lét í Eyjum Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. ágúst 2024 11:08 Frá Herjólfsdal um verslunarmannahelgi. Myndin er úr safni. Vísir/Sigurjón Engar meiriháttar líkamsárásir eða kynferðisbrot hafa komið upp á þjóðhátið í Vestmannaeyjum til þessa, að sögn lögreglustjórans þar. Fimm sitja í fangaklefa eftir nóttina fyrir ölvun og ólæti. Fólk er byrjað að hæla niður tjöld fyrir hvassviðri sem á að ganga yfir Eyjar í dag. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri, segir verslunarmannahelgina hafa farið ágætlega af stað borið saman við mörg undangengin ár. Engar meiriháttar líkamsárásir, kynferðisbrot eða stór fíkniefnamál hafi komið upp. Einhver smærri fíkniefnamál hafi komið til kasta lögreglu og minniháttar líkamsárás og eignaskemmdir. „Ég man eftir mun verri byrjun á þessari helgi í gengum ári,“ segir Karl Gauti. Þegar mest lét voru fimm manns í fangaklefa lögreglu vegna ölvunar, óláta og stæla, að sögn lögreglustjórans. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi klukkan tíu í morgun. Karl Gauti segir veðrið til þessa prýðilegt miðað við spár. „Nú er búist við hvassviðri seinna í dag og menn hafa verið að hæla niður tjöldin og strappa þau niður þannig að menn eru við öllu búnir,“ segir hann. Áfram er gert ráð fyrir leiðindaveðri um helgina. Spáð er austankalda eða strekkingi með rigningu sunnanlands á morgun og á frídegi verslunarmanna leiðindaveðri með hvassri norðaustanátt og rigningu um allt land. Karl Gauti Hjaltason er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Ég vona að veðrið verði okkur hagstætt það sem eftir lifir þjóðarhátíðar og rigni nú ekki eldi og brennisteini eins og spárnar sumar gera ráð fyrir og menn skemmti sér bara vel,“ segir Karl Gauti. Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri, segir verslunarmannahelgina hafa farið ágætlega af stað borið saman við mörg undangengin ár. Engar meiriháttar líkamsárásir, kynferðisbrot eða stór fíkniefnamál hafi komið upp. Einhver smærri fíkniefnamál hafi komið til kasta lögreglu og minniháttar líkamsárás og eignaskemmdir. „Ég man eftir mun verri byrjun á þessari helgi í gengum ári,“ segir Karl Gauti. Þegar mest lét voru fimm manns í fangaklefa lögreglu vegna ölvunar, óláta og stæla, að sögn lögreglustjórans. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi klukkan tíu í morgun. Karl Gauti segir veðrið til þessa prýðilegt miðað við spár. „Nú er búist við hvassviðri seinna í dag og menn hafa verið að hæla niður tjöldin og strappa þau niður þannig að menn eru við öllu búnir,“ segir hann. Áfram er gert ráð fyrir leiðindaveðri um helgina. Spáð er austankalda eða strekkingi með rigningu sunnanlands á morgun og á frídegi verslunarmanna leiðindaveðri með hvassri norðaustanátt og rigningu um allt land. Karl Gauti Hjaltason er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Ég vona að veðrið verði okkur hagstætt það sem eftir lifir þjóðarhátíðar og rigni nú ekki eldi og brennisteini eins og spárnar sumar gera ráð fyrir og menn skemmti sér bara vel,“ segir Karl Gauti.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira