Innlent

Fanga­verðir slasaðir eftir á­tök við fanga á Litla-Hrauni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu. Rætt verður við fangelsismálastjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem segir að fjölga hafi þurft öryggisgöngum. 

Verslunarmannahelgin hefur farið rólega af stað víðast hvar. Henni er fagnað hátíðlega víða um land. Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn í Vestmannaeyjum, þar sem einhver tjöld hafa fokið.

Fjöldi fólks kom saman í miðborg Reykjavíkur og víðar um heim í dag til að minnast þeirra þúsunda barna sem hafa dáið á Gasa undanfarna mánuði.

Í kvöldfréttunum kíkjum við á nýja tónlistarhátíð, sem fer fram í miðborg Reykjavíkur í fyrsta sinn um helgina. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 3. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×